föstudagur, september 29, 2006

nýjir tímar

Hvað á þetta eiginlega að þýða Lárus, að bregaðst hinum fjölmörgu dyggu lesendum La Rusl með þessum hætti?!?
-
Ég veit ég veit, þetta var illa gert af mér, ég hefði átt að blogga í allt sumar, það var, og er væntanlega mjög gott netsamband í Klettaborg og Eyrarlandsvegi. Jæja, það þýðir ekki að kvarta yfir því núna, bara líta björtum augum fram á veginn og skrifa bloggfærslur af miklum móð.
-
Ef einhverjir eru forvitnir um það hvað ég gerði í sumar, þá bendi ég á bloggið hennar Eyrúnar.
Henni tókst að koma heilu sumri fyrir í bloggfærslu sem tók aðeins hluta af seinni hálfleik Barca og Bremen að skrifa.
-
Utanríkisráðherra Íslendinga er, fyrir utan það að vera gjörsamlega vanhæf í það ráðherra embætti sem og önnur, með enskukunnáttu sem að er ekki.. tja lífveru? neh, íslending? neh, aha ekki einu sinni Framsóknarmanni bjóðandi. Heyrðuð þið bort úr ræðunni hennar á þingi S.Þ. uss. -
Lífið í Vínarborg er ljúft eins og alltaf og á næstunni skal ég taka á því í blogginu, ég veit þið saknið mín.. pís

la-rusl lalli