þriðjudagur, febrúar 28, 2006

:( ?

Ég er þreyttur, fúll og töluvert pirraður núna. Ahverju? Jú, síðustu tvo daga er ég búinn að bíða í röð í tvo klukkutíma í senn og bíða eftir að fá að tala við pirraðan starfsmann UniWien. Um daginn söng ég "ég er frjáls", en núna langar mig mesta að hverfa ofnan í iður jarðar og koma til baka með brennandi heita kviku og gefa gaurnum á bak við ljótu hurðina að borða. - Nei ætli það ekki, það væri fulllangt gengið.
En í gær gat hann ekkert gert fyrir mig vegna þess að ég var með frumrit af gögnunum sem sanna þýskukunnáttu mína og í dag tók hann við ljósriti af þeim en sagði að ég þyrfti að bíða í 3 vikur eftir að fá að vita eitthvað meira. Samkvæmt öllum mínum upplýsingum byrjar skólinn eftir næstu helgi! Ég var ítrekað búinn að fara og tala við "student point" í skólanum og spyrja hvort ég gæti gert eitthvað fyrr en ég væri kominn með F3-útskrif, nei var svarið. Og ég heyrði það rétt, Eyrún er vitni, og svo fékk ég líka 10 í hlustun á helvítisprófinu...

Kanksi fer ég bara aftur á morgun og bíð í röðinni, mæti kanski fyrr, ekki 20 mínútum fyrir opnum heldur klukkutíma. Ég efast stórlega um að Universtität Wien sé einn af 100 bestu háskólum í heimi, en ef hann er þar þá er það ekki vegna þjóunustu við nýnema!

sunnudagur, febrúar 26, 2006

þorrablót

Gærdagurinn var góður, ég vaknaði snemma og las Morgunblaðið og Fréttablaðið og svo fórum við Eyrún í Badminton. Ég stóð mig betur en í hin skiptin en á ennþá langt í land með að fullkomna hæfnina og ógna Eyrúnu eitthvað að ráði í keppninni um "Hinn ógnar mikilvæga titil milli Lalla og Eyrúnar í Badmintonkeppni sem ekki er til".

Um kvöldið var síðan haldið á Þorrablótið, þar var sungið, helgið, drukkið, spjallað og síðast en ekki sýst þá var etið. Ekki voru trogin tómleg, heldur svignðu borðin af íslenskum kræsingum: rúgbrauð, flatkökur, síld, reyktur lax, harðfiskur, slátur, hákarl, hrútspungar, lundabaggar, hangikjöt, rófustappa, svið, sviðasulta, kartölfur í uppstúf og íslenskt smjör. Ég tók bara nokkuð vel á því í átinu og skemmti mér hið besta. Við Eyrún löbbuðum heim þegar okkur þótti nóg komið og það verður að teljast afar vel til fundið hjá okkur, enda ekki til betri aðferð til að jafna sig á bjór og brennivíni en að labba í örlitlum kulda og spjalla saman. Svo eigum við inni í ískáp smá nesti sem við tókum með okkur, 2 kjamma og pínu lítið smjör:)

Mér þótti skemmtilegt að hitta marga íslendinga sem ég hafði ekki áður hitt, auðvitað var líka gaman að hitta hina, það er ekki eins og maður hitt þetta fólk á hverjum degi.

Á morgun fer ég svo í háskólann og skrái mig, vonandi gengur allt vel í því...

lalli kjammi

föstudagur, febrúar 24, 2006

frjáls


Förum út til að fagna,
lyftum freyðandi skálum
gleði og ánægju aukum
öllum leiðindum kálum
alsæll er ég því orðinn
og er einhvern við skála:
"ég er frjáls!"

lalli syngur í tilefni af því að hafa lokið þýskunámskeiði!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

tröll



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

sunnudagur, febrúar 19, 2006

harðfsikur og þýskupróf

Ég er að hugsa um að skrifa enn einu sinni um Jótlandspóstinn og myndirnar. Það hjálpar mér að koma böndum á óreiðuna í hausnum á mér. Nema hvað að ég ætla ekki að skrifa um myndirnar og tjáningarfrelsið, heldur ætla ég að skrifa um það sem skiptir miklu meira máli, aðstæður þeirra sem flytja til Evrópu og lýta ekki út fyrir að vera innfæddir. Ég er útlendingur núna og ég geri ýmislegt til þess að aðlaga mig að umhverfinu, en það er ótrúlega einfalt fyrir mig. Samt sem áður á ég marga íslenska vini hérna, en sárafáa austurríska, reyndar er ég bara ennþá í þýskunámskeiði og því er það ekki undarlegt að þar séu ekki innfæddir. En ég fæ mér kaffi á kaffihúsum Vínarborgar, hugsa meira um klassíska tónlist og fylgist með skíðköppum stundum og stundum. Þrátt fyrir þetta þá tek ég þátt í íslenskum hlutum, t.d. fórum við Eyrún til kunningja okkar í gær í Evróvisíonteiti og næstu helgi höldum við Íslendingarnir hérna þorrablótið okkar. Til að lengja þetta ekki frekar, þá höldum við hópinn að einhverju leyti og styðjum hvert annað, samt tölum við öll þýsku og eigum í litlum vandræðum við að skilja og átta okkur á því sem fram fer í borginni og landinu.
Þeir sem að koma frá Tyrklandi eða Írak, nú eða Afríku eiga líkast til ekki jafn auðvelt með að samlagast umhverfinu. Ef að þeir ákveða svo að gera sér glaðan dag saman er menningin þeirra oftar en ekki algjörlega frábrugðin því sem venjulega tíðkast hér. En auðvitað er það ekkert vandamál, vandamálið er að siðir og venjur úr þeirra löndum stangast stundum á við það sem við teljum siðsamlegt og eðlilegt. Framkoma þeirra við konur og réttindi borgaranna eru mér til dæmis þyrnir í augum, kanski verður þessi þyrnir svo að bjálka svo ég sé ekki hrokann og mistökin sem við Evrópubúar höfum auðvitað verið uppvísir af. Hvað um það, vandamálið er auðvitað ekki að evrópskir fjölmiðlar birti myndir af Múhammed, engan vegin er vandamálið heldur að evrópskar vörur séu sniðgengnar í kjölfarið. Það er réttur þeirra að kjósa ekki að versla við Evrópumenn ef þeir vilja það. Vandamálið er það að Evrópumenn ögra og þeir ögra á móti, það hefði t.d. verið einfalt mál að boða til fundar fyrir nokkrum vikum þar sá í hvað stefndi og ræða saman. Auðvitað hefur verið fundað um þetta mál, en skilningsleysið á báða bóga er óþolandi. Það að ekki megi teikna Múhammed skiptir nákvæmlega engu máli, þegar að mannréttindi eru brotin útum allan heim og þjóðernissinnar sækja í sig veðrið og kveikt er í sendiráðum, má einfaldlega ekki gleyma sér í smáatriðum. Við gætum verið að snúa okkur að mikilvægari hlutum, t.d. fá samviksufanga lausa úr haldi í mið-austurlöndum og víðar, loka Guantanamo pyntingarstöðinni og reyna aftur og áfram að stilla til friðar í Palestínu.

Lifið í lukku
lalli

laugardagur, febrúar 18, 2006

Lakagígar? einhver?


Flatbakan er í ofninum, ég held að þessi verði góð.

Náunginn hérna til hliðar mótmælti teikningunum af Múhamed í London. Mér þykir hann heldur undarlegur.

Ítalskur umbótamálaráðherra mætti í þinghúsið klæddur bol með mynd af Múhamed.

Ég er að fara að borða flatbökuna og svo förum við Eyrún að horfa á Forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, afhverju kalla þeir ekki þessa keppni bara Guðmund.

lalli

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

kvakk-kvakk

Þá ertu hingað kominn heimsins nýi fjandi, mikið hefur verið rætt um komu þína og núna má ég ekki lengur klappa dauðum svönum. Heimur versandi fer.

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá ykkur að fuglaflesan er komin til Austurríkis, ekki mér heldur. Svo var ég að kíkja á austurríksarfréttir á netinu og hvað haldið þið? - Hinir haukfránu liðsmenn CIA vara við sellu hryðjuverkamanna í nágreni Vínarborgar. Bush er væntanlegur hingað 21. júní og verður á þeim tíma að funda með forrystufólki ESB, ætli það sé ekki best að taka svoleiðist dag frá til að skreppa út úr borginni, þó mest vildi maður öskra nokkur vel valin ókvæðisorð að öfgamanninum, já og líka hinum öfgamönnunum. Ætli ég standi ekki bara á milli og skammi báða aðila! Ég myndi nota orð eins og amman í Jóni Oddi og Jóni Bjarna notaði, eða í það minnsta kosti sama tón. - Þið ættuð að skammast ykkar! Gera gamlar konur dauðhræddar.
--
En er þetta ekki alltaf svona? Á sjöunda áratugnum var endalaust verið að leita að Bader-Meinhof og Rauðar-Herdeildir herjuðu á menn og mýs. Hét flensan sem þá átti að drepa heiminn Asíu flensa? Eitthvað svoleiðis. Heimurinn fer líklegast ekkert versandi hann er bara vondur...
(úff þetta var einum of neikvætt: sagði engillinn á öxlinni. Nei, þetta var flott!: hrópar púkinn)

Ætli svarið við þessum hlutum sé ekki bara gullni meðal vegurinn, róttækni snýr öllu á hvolf. Reyndar las ég í Die Zeit um daginn að nákvælega þetta gæti orðið vestrænni menningu erfitt á næstu árum. Það vantar stundum broddinn í hugmyndirnar, kanski allar nema hugmyndina um að græða peninga.

Ég læt þetta duga í bili,
Lárush

mánudagur, febrúar 13, 2006

tilfærslur

Stundum heyrir maður af því að stjórnmálaflokkar séu að færast til hægri eða til vinstri og auðvitað líka yfir á miðjuna. Í dag sagði til dæmis oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn að Samfylkingin væri að færa sig yfir til vinstri og því væru í uppsiglingu átök milli VG og XS. Í næstu viku bruna líklega Frjálslyndir framhjá hægri anarkista beygjunni og færa sig yfir á miðjuna á meðan að Framsókn svífur um á kommúnísku töfrateppi en millilendir, heldur stuttlega þó, á Íslamistabraut númer 4.
Mér hefur alltaf þótt þetta undarlegt tal að flokkar færi sig frá hægri og vinstri sitt á hvað, sjaldast eru það stuðningsmenn tiltekins flokks sem segja frá þessu. Þvert á móti, það eru andstæðingarnir sem láta hafa þetta eftir sér. Við brotthvaf Davíðs hentist Sjálfstæðisflokkurinn frá hægri til vinstri, líklegast segja menn það þar sem núverandi formaður Sjálfstæðismanna tjáir sig ekki að neinu leyti um málin, leyfir þeim bara að sigla. Þá virðist mörgum sem þeir séu nær miðjunni. Það er einmitt málið. Ef það er verið að fjalla um kjör aldraðra og allir vilja þeim vel, eru þar af leiðandi þá allir orðnir félagshyggjumenn? Nei, ekki er það nú svo. Málefnin sem verið er að ræða um skipta þar ekki öllu, stenfa flokkanna og heildarvinna ræður auðvitað meiru um hvar flokkarnir standa. Og þar breytist venjulega lítið, vegna þess að þeir fylgja ákveðnum stefnum, það er ekki fyrr en þeim er breytt að flokkarnir færast til hægri og vinstri.

Jæja lifið heil í baráttunni,
Lalli von Wien

laugardagur, febrúar 11, 2006

prump

Þýskukúrs, ég vil ekkert um það segja. Bara ná.

Nema, ég spurði kennara. Ahverju þjóðverjar ekki segja Tómatsósa og Tölva í staðin fyrir/ Ketchup und Computer?. Við reddum því bara seinna, sagði hann. Já bíðið kæru vinir, bíðið...
ég hugsa til ykkar...
lalli þýskunemi (í hoffendlich síðasta skipti)

mánudagur, febrúar 06, 2006

skil ég?

Við komum heim frá Essen í dag, við lögðum af stað í leiðangur síðast liðinn miðvikudag og vorum í góðu yfirlæti hjá Hönnu, Dóra, Maju og Torfa.
--
Ég gæti skrifað svo mikið um uppákomur tengdar myndbirtingu af Múhamed og múgæsingum í kjölfarið. Undarlegt mál allt saman, myndirnar af Múhamed eru allar nema ein í lagi, það sem sú með spengjutúrbaninum. Hún var gerð til að kalla fram ákveðin viðbrögð. Ég skil það að hún hafi farið fyrir brjóstið á vestrænum múslimum og auðvitað líka örðum. En þeir hefðu ekki brjálast núna nema vegna þess að þessi skilaboð voru færð til þeirra, ásamt slatta af dönskum og norskum fánum. Hvar fá þeir fánana sem að þeir brenna? Svo sá ég heimasíðu í dag sem að sýnir myndir af Múhamed og fyrstu myndirnar eru frá því á 9. öld og síðan margar frá miðöldum og ennfleiri frá síðustu öld. Egill Helgason er búinn að vera duglegur að skrifa um þetta á Silfri Egils, svo kom mjög góð grein eftir Guðmund Andra Thorson í Fréttablaðinu í dag.
Afhverju getum við ekki lifað í friði? Afhverju getum við ekki tekið tillit til annarra skoðana? Afhverju þarf að brenna sendiráð til að mótmæla?

heimurinn? skil hann varla...

lalli auli