föstudagur, júní 30, 2006

ég hlæ bara

Í gær klukkan 19:35 kláraði ég síðasta prófið mitt á þessari önn í UniWien, það var ótrúlega ljúft og ég held að ég hafi barasta staðið mig ágætlega, fínt flott gott, þ.e.a.s. ef að kennararnir taka inn í myndina að ég skrifa þýsku á minn hátt.
-
Við fórum svo út að borða á Kulin sem er mjög ágætur mexikóskurstaður hérna ekki svo langt frá okkur. Þar fengum við okkur góðan mat og Caipirinha, svo fórum við og fengum okkur 3 bjóra á kaffihúsi.
-
Ísraelsmenn eru aldeilis að hjálpa til við það að gera heiminn að friðvænlegri stað þessa dagana, bölvaðir svínamenn að koma svona fram við fólk. "palestina und irak, 1000 leute jeden tag" "israel usa menschenrechte hahaha"
-
lifið heil og sæl og ef þið eruð í Vín þá er party í kupkagasse á morun..
pís át
lalli

fimmtudagur, júní 22, 2006

war is not politiks

Bush kom og fór, greyið karlinn þurfti að stytta dvöl sína í Vín úr 3 dögum í 20 klst. vegna þess að hann var ekkert velkominn. Mótmælagangan var stór og fjölbreytt, þarna var fjölskyldufólk, fólk eins og við Eyrún og Jón, svo voru auðvitað pönkarar Vínarborgar á svæðinu, fjölmargir töffarar og a.m.k. fjórir strípalingar sem að marseruðu með okkur á sprellalingunum og með berann rassinn. Margir voru með fána og borða þar sem rituð voru slagorð gegn Bush & co, gegn heimsvalda- og nýlendustefnu, gegn mannréttindabrotum, friðarslagorð voru líka vinsæl og svo sáum við eina konu með bandarískt vegabréf á spjaldi þar sem stóð "þetta ætti að standa fyrir eitthvað betra". Leiðinlegast þótti mér að nokkrir bílar fóru með göngunni og sumir þeirra spiluðu tónlist alveg rosalega hátt "harðkjarna danstónlist", en það vil ég kalla þetta, ótrúlega hávaðasama og leiðinlega tónlist, þeir hefðu ekkert þurft að vera þarna. Margir sem að þarna voru mótmæltu eflaust öllu sem að þeir gátu mótmælt, svo voru auðvitað einhverjir sem að þurftu að þamba bjór alla gönguna sem að nýttu svo tækifærið við Hofburg við að gríta dósunum í vígbúna lögrelgumenn sem fylgdust með göngunni. En flestir voru þarna bara til þess að biðja um frið í þessum harða heimi. Við löbbuðum tvisvar nálægt hópum af múslimum sem að voru með Palestínskafánann og voru með skilti sem stóð á "hendurnar burt frá íran". Reyndar sáum við líka bandarísk hjón fylgjast með göngunni og ég heyrði konuna segja þegar hún tók mynd af vígalögrelgumönnunum "ná æ ken sjó þem bekk hóm, þat jú ver prípered". Einhverjir aðrið heyrðu líka í henni og buðu þeim hjónum að taka þátt í göngunni, ekki líkaði karlinum það sérstaklega og sagði "æ dónt marts in þiss pöþetik þeing".
En hvað sem því nú líður þá vorum við ánægð með okkar marseringu í hópi góðs fólks sem að vill ekki meira af stríði, blóðsúthellingum og örðum ófögnuði sem að nokkrum "stjórnmálamönnum" fylgir og við vorum þreytt og sveitt þegar við komum heim, en umfram allt ánægð með vel nýttan tíma.

lalli

mánudagur, júní 19, 2006

velkominn?

Það er ekki landsins forni fjandi sem að stefnir til Vínar núna á morgun, heldur heimsins mesti vandi sem er líklegur til borgarinnar. George W. Bush kemur og íbúa Vínarborgar býða nú lokanir á helstu götum, leyniskyttur á þaki Hofburg og einhver hundruð alvopnaðir her- og lögreglumenn. Á miðvikudaginn klukkan 17.00 hafa verið skipulögð mótmæli gegn Bush og hans athöfnum og hugmyndum innan Bandaríkjanna og utan þeirra. Mér sýnast þessi mótmæli vera skipulögð meðal annarrs af kommúnistum og örðum sem oftast væru líklegast vinsta megin við mig, eða nei þegar betur er að gáð eru það minnst 18 samtök sem taka þátt í þessu. En það er nú bara þannig að við verðum að standa saman - Svo ég mæti í það minnsta meðan að ekkert hættulegt er á ferðinni, en um leið og einhverjir fara að vera með læti þá fer ég í burtu, því ofbeldi er aldrei lausnin. Það er algjörlega tilgangslaust að lemja á bílum ókunnugra til að mótmæla morðæði Bush. Enda virðist það ekki vera á dagskránni og var heldur ekki svoleiðis þegar að leiðtogar EU og S-Ameríku hittust hérna um daginn.
Leyniþjónustumenn CIA hafa verið í nokkrar vikur í Vín að undirbúa allt fyrir komu Bush. En það hafa líka aktivistarnir gert og eiga núna heimasíðuna www.bushgohome.at
Ef þið viljið senda Bush kveðju skiljið hana þá eftir í kommentunum hjá mér og ég skal taka hana með mér í mótmælin og rétta honum hana ef ég kemst nægilega nálægt;) - það væri sem án vafa hættulegt.
Við ræddum um þetta 17.júní hátíð Íslendingafélagsins á laugardaginn og eftir að upplýsingarnar um hvar lokanirnar verða og hver áhrifin verða á íbúa Vínar, sagði einn: "Hver vill eiginlega fá svona gest?"
Ég las ævisögu Kennedy einu sinni og hann fór í velheppnaða Evrópureisu, þar sem hús, torg og fleira var nefnt eftir honum. Núna þar líklegast að flytja inn amerísk börn til að veifa fánum fyrir Bush.

ykkar mótmælandi,
Lalli

mánudagur, júní 12, 2006

meinl's kaffespezialitäten

Ég hjólaði ekkert smá hratt áðan, það fór bíll framúr mér tvisvar en ég náði honum í bæði skiptin á ljósum og svo var ég langt á undan þegar ég kom að gatnamótunum. Stigið, glímið... Lalli vann!
-
Það sem mér hefur þótt skemmtilegast við byrjun HM er að litlu liðin eru að standa sig mjög vel, eins og Trinidad og Tóbak, Angóla og Fílabeinsströndin og líka bara Paragvæ og Ríka Strönd. Svo er bara að sjá hvort þetta haldi áfram, ég bíst nú varla við því að þau komist langt en það er bara svo skemmtilegt að sjá svona lið standa sig frábærlega, það gerir keppnina að hátíð.
-
Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan skrifað um hvernig oft væri talað um að stjórnmálaflokkar þeyttust frá hægri til vinsti eins og kantmenn á flakki. Í dag las ég pistil eftir Þorstein Pálsson þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að Samfylkingin væri líklegast á leiðinni leiðinni aftur yfir til vinstri. Mér þykir þetta alveg jafn undarlegt og áður, að flokkar sem eru allir með fastar línur til að vinna eftir, hendist til og frá eftir hentisemi blaðamanna eða í þessu tilfelli frv. forsætisráðherra. Afhverju ætti það að teljast til tíðinda ef að flokkur sem að var stofnaður úr þremur félagshyggjuflokkum nái frá miðju og til vinstri. En jæja öll vitleysan er ekki eins og það er ef til vill eins gott að hún sé það ekki því að þá hefði ég ekkert til þess að "pirra" mig og nördast yfir. Afhverju er ég ekki bara Star wars nörd?

Lalli á hjóli

laugardagur, júní 10, 2006

popp í poka

Hún Eyrún mín söng svo undursamlega fallega í gærkvöldi/nótt í Péturskirkjunni hérna í Vín, hún söng aríur úr Gloriu eftir Vivaldi með Stúlknakór Akureyrarkirkju og stóð sig Vá! svo vel. Þær gerðu það líka hinar stelpurnar og undir lokin risu viðstaddir á lappir og hlýddu á Lofsöng okkar Íslendinga og settust svo ekkert niður þegar lófatakið hófst. Kirkjan var þéttsetin og þegar Eyrún söng sá ég nokkra lygna aftur augunum með sælubros, en ég var of montinn til þess að geta leyft mér það:) Brosti bara og horfði á kristilega gullið og marmarann í kringum mig.
-
Blessað boltasparkið byrjað með öllum sínu, það byrjar bara býsna vel. Deutschararnir voru sprækir og núna í fyrri hálfleik hafa Fílabeinsstrendingar skemmt mér þrátt fyrir að vera 0-2 undir. Auðvitað er hægt að minnast á margt slæmt sem fylgir mótinu, ofbeldi, kynþáttahatur og þess háttar, en í dag fylgir þetta manninum verst er með þetta hórerí sem er á mönnum það er viðurstyggð. En seinni hálfleikur hefst vonbráðar...nó diggidí nó dát, pís jó æm át!
larus feiknaóði

þriðjudagur, júní 06, 2006

Bland

Mikið rosalega var gott að fá Hönnu og krakkana í heimsókn, krúttarakrakkarnir sáu um að halda uppi stuðinu í Vínarborg og gerðu það með sóma. Þeim fannst allt skemmtilegt, hvort sem það var að vera á róló eða á listasafni, frábærir gestir. Svo átti mamma afmæli í gær, hún eyddi afmælishelginni sinni í að gera garðinn tilbúinn fyrir sumarið, ég get ekki beðið eftir að eiga góða daga á pallinum í sumar.
-
Ég er ekki frá því að Framsóknarflokkurinn sé eitt undarlegasta stjórnmálafyrirbæri sem þekkist á byggðu bóli, svona fyrir utan rasistaflokka með bláeigða frambjóðendur sem kalla sig "echte Wiener". Svo benda þeir á Finn Ingólfsson sem bjargvætt sinn, ef þeir vilja endalega fá á sig ímynd lítillar og spilltrar valdaklíku þá er hann líkast til rétti maðurinn. Hann fældist frá pólitík vegna þess að þar var fylgst með því sem hann gerði og fór svo fyrir S-hópnum í bankasölubruðlinu, er það ekki einmitt það sem íslensk stjórnmál þurfa, hugsjónasnauðan peningastrák?
-
Ég er búinn að taka eftir kommentum á Samfylkingarsíðunni á Akureyri og það eru greinilega ekki allir sáttir við X-S og X-D bandalag í bæjarstjórn, aftur á móti held ég að það sé besti kosturinn, listi VG var einfaldlega ekki nógu vel mannaður til að vinna með honum, þó að Oddur hafi verið til í slaginn. Ég held að það hafi ekki strandað á Samfylkingunni að mynda meirihluta, VG voru bara ekki til í að gera málamiðlanir, sem er einmitt það sem meirihlutaviðræður snúast um.
-
Nóg um það, það er kalt í Vín en sumarið kemur aftur, svo er farið að styttast í að við komum heim. Ljúfa litla borg, það er nýja Indíánanafnið á Akureyri.

:Lalli