föstudagur, nóvember 09, 2007

nú vinnuvikan er liðin í ársins skaut...

Ég hef undanfarna mánudaga náð mér í í tónhlöðuna mína þætti frá Rás1 sem heita Krossgötur, Hjálmar Sveinsson er stjórnandi þessar þáttar og er að gera mjög góða hluti - hann talar ekki bara við þessa sem venjulega fá að tjá sig um málin, heldur leitar annað og lengra og finnur oftar en ekki fólk með mjög áhugaverðar skoðanir. Það sem undanfarið hefur verið fjallað um eru fólksfluttningar milli landa og það sem Hjálmar kallar Landnám II, sárafáir fluttu til landsins frá hinu eiginlega landnámi og í 8-900 ár. En þetta er að breytast segir hann. Mjög áhugaverðar umræður um innflytjenda "vandamálið" og eins og svo oft áður í þessum þætti eru umræðurnar á allt örðu plani en í öðrum miðlum.
-
Eitt af því sem minnst var á í þættinum 3.11.07 var þýska orðið "gastarbeiter", orð sem óþarft er að þýða, það var sem sagt litið á þá sem fluttust inn í landið sem vinnuafl en ekki fólk og þar liggur rót vandans - Þjóðverjar og þeir sem til þeirra fluttust, langflestir Tyrkir - bjuggust við því að vinnuaflið færi svo í burtu þegar þess væri ekki þörf. En það gleymdist að gera ráð fyrir því að þetta var ekki vinnuafl sem kom til landsins heldur fólk, manneskjur. Ef að frá upphafi hafi verið litið á fólkið sem fólk og komið fram við það sem slíkt en ekki "farandverkamenn" eða "gestavinnuafl" hefði verið hægt að koma í veg fyrir fjölmörg vandamál í Þýskalandi nútímans. Fyrst ég fór að tala um Þýskaland í dag, þá er það þannig að þann 9. nóvember 1989 voru þýsk-þýsku landamærin opnuð, múrinn féll eða öllu heldur var brotinn niður.
--
En núna ætla ég að hitta hana Eyrúnu mína á Westbahnhof - við ætlum út í kvöld og vera hress og góð eins og alltaf.
---
passið ykkur á bílunum,
Lalli

laugardagur, nóvember 03, 2007

ok,ok - nú er ég til!

Takk fyrir að hafa beðið eftir mér kæra blogg - sumir hefðu fyrir löngu látið sig hverfa en þú beiðst og beiðst enda tryggur og traustur vinur sem að nennir að geyma bullið sem stundum kemur frá mér.
-
Allt þetta venjulega er komið af stað (fyrir löngu meira að segja) skólinn, veturinn, Vínarborg o.s.frv. Nýtt í fréttum er að ég er leiðbeinandi í íslensku við Skandinavíudeild Háskólans í Vínarborg, það er ágætis tilbreyting.
En annarrs erum við skötuhjúin í Vín komin á fullt í íbúðarkaupum - við fyltjum í okkar eigin íbúð í Vínarborg um mánaðarmótin Nóv-Des. Þetta er mjög falleg gömul íbúð, nýuppgerð með nýjum gluggum og gestaherbergi fyrir ferðalanga. Við erum ennþá að plana allt það sem hægt verður að gera við þá íbúð, en það verður ótrúlega gaman að standa í því.
--
Þetta væri nú ekki Lalla blogg ef ég segði ekki frá pólitískumálum af einhverju tagi. Ég las frétt um Enzo Rossi, ítalskan iðnjöfur sem ákvað að prófa að lifa af lámarkslaunum í 1 mánunuð. Hann reiknaði sér og konu sinni samtals 2000 € í mánaðarlaun og þau ásamt börnunum sínum tveimur reyndu að lifa á því í mánuð - þau fóru einu sinni öll í bíó og á pizzeríu, annarrs fóru peningarnir í venjulega reikninga og mat úr kjörbúðum. Þessi tilraun endaði þannig að þegar 20 dagar voru liðnir áttu þau 20€ eftir og gátu því ekki klárað mánuðinn. Enzo (not the baker!)sá með þessari tilraun sinni að sér og hækkaði laun starfsfólks í sínum verksmiðjum um 200€. Ef ekkert yrði að gert myndu samfélög okkar færast aftur til 19. aldar þar sem á hans slóðum menn voru annað hvort aðalsmenn eða daglaunafólk. - Sjáið þið ekki íslenska bankastjóra eða aðra alvöru karla fyrir ykkur gera svona "samfélagslegatilraun".
Mæli líka með áhugaverðri grein á Kistunni um hvarf verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, greinin var skrifuð í kjölfar útkomu bókar sem fæst líkast til ekki í Thalia á Mariahilferstrasse.
---
ástar og saknaðar kveðjur frá heimaborg Habsborgaranna