laugardagur, febrúar 23, 2008

the good life


Verkefnin sem voru með "dead-line" 21. febrúar eru blessunarlega komin til skila, annars væri ég í vondum málum. Ein ritgerð er eftir, en hún verður létt verk og löðurmannlegt. Ég á aðeins eftir að koma henni í form og þessháttar, en hún fjallar um velferðarríkið, uppruna þess og þróun. Svolítið annað en ég hef oft verið að vinna með, en það er líka áhugavert og spennandi að gera nýja hluti.
-
Húsið á bak við mig á myndinni er Leopold Museum, þar er stærsta safn Egon Schiele mynda í heiminum og nokkuð magn af Gustav Klimt líka. Við Eyrún tókum eftir því að hann Gustav bjó ekki langt frá nýju íbúðinni okkar. Hann var mikill snillingur og reyndar Egon Schiele ekkert síðri, þessir gömlu Vínarborgarar... Ég reyndar las það í grein að ungir menn á þessum tíma hafi verið svo uppteknir af því að vera gamlir og reyndir og listamannalegir að þeir ekki bara gengu í skósíðum frakka með hatta heldur lang flestir gengu þeir við staf, án þess að þurfa þess. Þeir höltruðu eins og gamal menni því það var kúl. Hégóminn er víst ekki bara nútíma fyrirbæri.
--
En núna ætla ég að haltra á markaðinn og kaupa góðgæti.

pís át
Lalli

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

ljómandi hress...

Ég hef aldrei heyrt neinn afneita "ellefta september" eins og Egill Helgason segir á bloggsíðunni sinni. Aftur á móti er ótrúlegt ef að fólk efast ekki um upplýsingarnar sem að "liggja" fyrir og hvernig málið hefur verið skoðað. Það er að mínu mati einfaldlega barnalegt að taka við tyggjóklessunni frá Kananum og jórtra glaður á henni. Það þýðir samt ekki að ég styðji hryðjuverkamenn eða hafi óskað eða óski enn 3000 N.Y. búum dauða. - Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni og framkvæma í dag og í framtíðinni þá er það að efast, spyrja spurninga og leita svara. Ekki segja já og amen við öllu sem okkur er sagt og sérstaklega ekki ef það skiptir sköpum fyrir framgang heimsmálanna.
Það afneitar enginn 9/11 en það er skynsamlegt að velta því fyrir sér, leita upplýsinga, EFAST, vega og meta, e.t.v. kemst fólk svo að sömu niðurstöðu og Bush og Egill Helgason og kanski ekki.
-
Ég skrifaði grein á politik.is um daginn, þið getið lesið hana þar. Í þessari mjög svo stuttu grein vildi ég bara hvetja fólk til að tala um innflytjendamál, ekki fela þau og leyfa rasistum að sjá um umræðuna því það er að mínu mati stórhættulegt. Við verðum að tala um hlutina og þegar einhver segir að útlendingar séu fífl, þá verðum við að benda því fífli á að hann sé fíflið á málefnalegan og rökstuddan hátt.
Við vinnum ekki á nauðgunum með því að vorkenna fórnarlambinu og tala ekki um hlutinn. Við þurfum að hlúa að fórnarlambinu og taka á gerandanum - en fyrst og fremst þurfum við að koma í veg fyrir að fleiri gerendur verði til.

Lalli

sunnudagur, febrúar 03, 2008

febrúar fyrir vinnufrídaga

Loksins! Febrúar er runninn upp, afhverju gleðst ég svo mjög yfir því? Át ég úldinn Schnitzel sem ruglaði þannig í líkamstarfsemi minni að ég sit hér í Bandgasse og fagna gríðarlega febrúar að tilefnislausu? Ekki er það nú svo gott, slæmt eða ágætt. Febrúar er einfaldlega fínn mánuður, því þá er ekki gert ráð fyrir því að maður mæti í tíma, ekki heldur að maður taki próf, en því frekar er gert ráð fyrir því að verkefni séu unnin og ritgerðir skrifaðar og ég er svo undarlegur að það finnst mér skemmilegt.
-
Fyrir utan verkefnavinnu þá má líka nota febrúar til annarra góðra verka, eins og að gera íbúðina okkar fínni, skoða nýfæddan pandabjörn í dýragarðinum í Vín, lesa góðar bækur (e.t.v. slæmar líka) og njóta þess að búa í fallegri borg. Miðað við allt það sem ég ætla að taka mér fyrir hendur veitir mér ekkert ef því að hafa páksana snemma í ár og fá örlítið marsfrí líka, svo ég geti hvílt mig eftir annasamt febrúar"frí".

Lalli