mánudagur, apríl 30, 2007

1.maí

Einu sinni á ári fer fólk sem trúir því að frelsi, jafnrétti og bræðralag eigi að vera leiðarljós í samfélögum heimsins út á götu, allskonar fólk, frá flest öllum löndum, úr margskonar atvinnugeirum, misróttækt en allt þetta fólk marserar engu að síður saman - í alþjóðlegri samstöðu á degi verkalýðsins, alþýðunnar, fólksins. Í baráttunni fyrir þessum degi hefur fólk verið myrt, lokað inni, lamið og niðurlægt. Það að fara í kröfugöngu þýðir ekki að þú haldir að þú sér verkalýður, ein þjáð sál þúsunda frá þúsund löndum. Það þýðir að þér fannst baráttan sem þetta fólk stóð í þess virði að gefa henni tvær klukkustundir einu sinni á ári og minnast hennar. Ennfremur þýðir kröfugangan einfaldlega að þú vilt setja manneskjuna í fyrsta sæti, það er hægt að útrýma fátækt og það er meira að segja ekki dýrt, hugarfars breytingu þarf bara til. Vegna þess að kerfið okkar í dag virkar ekki fyrir fólk, bara fyrirtæki, peninga og tilbúinn hagvöxt - en án hamingjusamra jafnra borgar sem lifa í frjálsu samfélagi sem kemur vel fram við alla, óháð kyni, þjóðfélagsstöðu, heilsufari og aldri. Þá skiptir það bara engu máli.
-
Gleðilegan 1.Maí
Lalli

föstudagur, apríl 27, 2007

lærdómur á föstudagskvöldi...

Einn sit ég og skrifa
inní gömlu húsi
enginn kemur að sjá mig
ekki litla músin

mánudagur, apríl 23, 2007

hæj

Ef sá sem þetta les er ekki búin að fara inn á síðuna hennar Eyrúnar og hlusta á tónleikaupptökurnar hennar, þá skipa ég þeim einstaklingi að gera það strax og koma svo til baka og klára að lesa bloggið mitt. Það er einfaldlega hollt og gott fyrir hjartað að hlusta á Eyrúnu syngja.
--
Hægt og bítandi færast þingkosningarnar nær og alveg jafn hægt og bítandi verða mis-málefnalegir stjórnmálablaðrarar í sjónvarpsþáttum, í dagblöðum og á internetinu heitari og æstari yfir eigin snilld og því hversu flokkurinn þeirra er ótrúlega frábærir. Til að klára röksemdafærslurmar er svo bent á að ýmist vinstri eða hægri menn séu það ógeðslegasta sem fyrirfinnst í gjörvallri veröldinn og að lokum er fólk uppnefnt sem kratar eða kommar, græningjar eða femistar og svo fasistar og íhaldsfúskar og ljóskur. Ég þarf varla að taka það fram að ég er áhugamaður um stjórnmál, ég læri stjórnmálafræði og ég hef verið upptekinn af stjórnmálum frá því ég kastaði snjóboltum ofan af svölum Alþýðuhúsins á Akureyri í átt að strákum sem pissuðu á vegg bak við sjoppuna Turninn, þá fór fram einhver fundur Alþýðubandalagsins. Stjórnmál eru skemmtileg, málefnaleg umræða um þjóðfélagið er lykillinn að því að það verði betra, en það lykillinn að því að við getum gert það betra, er að hlusta á hvort annað, án þess er umræðan tilgangslaus. Ef ekki þá getum við alveg eins bara kastað snjóboltum eða handsprengjum hvort í annað. Ég varð bara að létta á mér eftir að hafa lesið nokkur mogga- og vísisblogg. Sem betur fer eru margir þeirra sem koma í spjallþætti betur að sér í mannasiðum en sumir bloggarar Moggans og Vísis. Það eru ekki gerðar merkilegar kröfur á þá sem vilja verða þingmenn og -konur en við skulum í það minnsta vona að fólk taki starfið sitt alvarlega og sé málefnalegra en sumt fólkið sem styður það.
-
Jeltsín er dáinn. Undarlegt hvað allir verða alltaf góðir þegar þeir gefa upp öndina. Hann er kallaður lýðræðissinni, hvatamaður frjálsra viðskipta og einkavæðingar í Rússlandi og frelsishetja. En var ef til vill bara popúlisti, þegar hann meikaði það ekki í Kommúnistaflokknum og Sovétið var að liðast í sundur greip hann tækifærið og seldi allt sem hann gat selt á spott prís til þeirra sem voru honum þóknanlegir.
-
Þangað til seinna..
lalli

mánudagur, apríl 16, 2007

Aftur blogg eftir páska


Þessir páskar voru rosalega góðir, ferð til Essen, dagsferð um Köln, matur og vín, síðan ferð til Vínar. Hérna var frábært veður 22-25c° og glampandi sól alla dagana, svo að mamma og pabbi fengu sumarfrí um páska og Hanna og krakkarnir fengu sárabætur fyrir austurríska maíhretið sem þau lentu í í fyrra. Pabbi og mamma voru með nýju myndavélina sína, við Eyrún erum alvarlega að hugsa um að fara ekki til sólarstrandar eins og við áætluðum, heldur kaupa svona vél:)
Það er samt varla hægt að skrifa um allt fríið, það var bara einfaldlega gott.
-
Lalli

miðvikudagur, apríl 04, 2007

stubbaknús frá Knúti ísbjarnahún

Mikið rosalega eru stríð ljót, ég fór var að skoða tengil sem Atli setti inn á síðuna sína yfir á undermars.com, síðu þar sem hermenn í Írak birta sínar eigin myndir. Þar er hellingur af myndur af hauslausum búkum, hausum án búka og þar fram eftir götunum. - Ljótt og ekki fyrir viðkvæma.

Ég las nokkrar greinar um síðustu helgi í kynjafræðitímanum um Írak og Afganistan, í ljósi þess að ein helstu rök Bandaríkjamanna til að fara inn í Afgansitan var framkoma Talibana við konur. Reyndar voru stjórnin í Washington komin langt á leið með olíu- og viðskiptasamninga við Talibana á fyrri hluta ársins 2001, en hættu skiljanlega við það eftir 9/11, enda hafa viðskiptasamningar og sameiginlegir hagsmunir aldrei hjálpað þjóðum að hætta illindum og þessháttar. En aftur að konunum, feministasamtök í Bandaríkjunum höfðu bent Bandaríkjastjórn á ástandið í jafnréttismálum í Afganistan frá árinu 1996. Þessi feminstasamtök voru samt ekki rótæk, heldur meira svona liberal, en beittu sér engu að síður fyrir bættum hag kvenna í Afganistan. Miðað við hvað ég las í "Bóksalanum frá Kabúl" þá hefur ástandið ekkert skánað í Afganistan. Enda eru stríðsherrarnir í Norðurbandalaginu engu meiri herramenn, mannréttindafrömuðir eða jafnréttissinnar en Talíbanar. Ég skil aldrei afhverju stjórnmálamenn, úr upplýstum samfélögum, sem að myndu aldrei kenna barninu sínu að lemja gaurinn sem að var vondur við það. Telja að ofbeldi í alþjóðasamfélaginu sé raunhæflausn á vandamálum. Stjórnleysi Realista í alþjóðasamskiptum og -fræðum er ömurlegasta túlkun á samfélagi manna sem til er. Evrópa á róaðist ekki fyrr en allar þjóðirnar höfðu sameiginlegra hagsmuna að gæta. - Ef ég nenni skal ég skrifa betri grein um þetta síðar.. en núna verður þetta bara svona.
-
Núna eru páskarnir að koma. Því er fagnað víða um heim með auknu súkkulaðiáti, hvort sem eggið er tákn lífsins og sigurs þess eða bara gott á braðið. Á Íslandi virðast líka trúaðir og djammarar takast á um hvort sé mikilvægara að eiga frí eða fara á rall. Trúaðir vilja a.m.k. fá að hafa Föstudaginn Langa fyrir sig, en djammarar vilja halda brandarakeppni þá, miðað við hvað ég sá á einum fréttamiðlinum áðan. Í umræðum um fréttina kvörtuðu margir yfir frekju kirkjunnar að vilja halda í þessa frídaga, einn vildi fá að úthluta sínum "kirkju"frídögum sjálfur ásamt örðum frídögum. - Fyrir mér má fólk djamma og líka hugsa um flóknari hluti eins og trúmál, tilvist og gleðjast yfir gulum páskaungum. En er það samt fyndið að vera ekki trúaður, en vilja samt fá frídagana og flytja þá bara annað.. æj mér fannst það bara pínu kómískt. Sama manni finnst líklega ömurlegt að börn fermist og þyki ekkert verra að fá nokkra pakka með.
-
Annarrs förum við Eyrún til Essen á morgun, ég er alveg sáttur við þetta páskafrí...
-
ciao
Lallao