þriðjudagur, desember 20, 2005

eninga meninga

Ísland er land, hreint land, fagur land, dýrt land og svart land. Það er með góðu vatni og hreinu og góðu lofti, svo er það mjög fallegt þegar maður sér eitthvað af því milli 18 klukkustunda næturhúmsins sem breiðir sig yfir landið eins og það hafi beðið um að fá að kúra lengur. Allt kostar mjög mikið á þessu landi, en flest okkar fá líka ágætlega borgað, svo við náum að lifa og kaupa nauðsynjavörur eins og allt það nýjasta frá Sony og Nokia.
--
Annarrs ætla ég að spara bloggið, ég tala bara frekar við fólk heldur en rífast við sjálfa mig á netinu.

Sjáumst;)
lalli krúttrass

miðvikudagur, desember 14, 2005

á leiðinni heim, til fallega fólksins

Ætli ísland sé ekki eitt af fáum, ef ekki eina, landið í heiminum þar sem fegurðarsamkeppnir jaðra við að vera hápólitískt málefni? Helstu blaðamenn og sjálfskipaðir besservisserar landsins (þar með talinn ég) keppast við að hampa eða hrópa á hina nýkrýndu ungfrú heim. Spurningum eins og hvort sé hægt keppa í fegurð er skellt fram og hvort einhver muni eftir ungfrú heimi frá því í fyrra? Hverjum er ekki sama hvort einhver muni eftir ungfrú heimi eða ekki, hverjum er ekki sama hvort það sé hægt að keppa í fegurð eða ekki? Er í alvörunni svona lítið af vandamálum í heiminum okkar að við einbeitum orku okkar að því að velta okkur upp úr hæfileikakeppnum? Eða nennum við ef til vill ekki að kafa dýpra? Er það í alvörunni þess virði að bauna á forsætisráðherra (12% þjóðarinnar) fyrir að óska stelpunni til hamingju? Hvernig væri að hefja frekar baráttu fyrir því að halda táningspitlum og -stúlkum á Íslandi frá soraklámi sem ruglar bara í haunum á þeim? Eða kanski af alvöru hjálpa vanþróuðum og þróuðum ríkjum þar sem hvorki konur né karlar hafa það frelsi að geta tekið þátt í fegurðarsamkeppnum eða hafa yfirhöfuð FRELSI. Sá peningur sem þeir "erlendu" verkamenn, sem oftar en ekki hafa lág laun, senda heim til sín frá Evrópu á hverju ári er meiri en sá peningur sem ríkin og stofnanir innan þeirra gefa árlega.

Ef við skrifuðum lista yfir vandamál heimsin, ætli fegurðarsamkeppni væri í topp tíu? Myndi manni yfirhöfuð detta það í hug? Efast um það...

Lalli ljóti

sunnudagur, desember 11, 2005

ísbjarnadjús!

Í dag var jólaball hjá Íslendingafélaginu í Vínarborg, fyrst var spjallað smá og heilsað upp á samlanda. Síðar hófst kökuát, hnallþórur, vöfflur og tilheyrandi ákaflega ljúft allt saman. Þegar að börnin byrjuðu í leikjum, stólaleikur fór fram ásamt öðru. Svo byrjuðu börnin að syngja og dansa í kringum jólatré, hurðum var skellt og snarvitlaus jólasveinn ruddist fram í miðju lagi en snéri síðar við og gekk aftur út úr salnum, börnin hrópuðu á eftir honum. Jólasveinninn sneri við og hagaði sér undarlega, kvaðst heita Gáttaþefur og hafa ruglast. Að lokum áttaði blessaður sveinninn sig á því að hann væri á réttum stað og sagðist vera þar í tvennum tilgangi, annarrs vegar væri hann kominn til að dansa en hins vegar kominn til að færa nokkrum einstaklingum jólakort: Pálmi Gunnars var ekki á staðnum, ekki heldur Jón Ólafsson, svo að næsta kort fór til "gaursins sem spilar á meðan að við dönsum í kringum jólatréð" og restinni stakk hinn þjófótti jólasveinn í vasann. Að venju fékk hann að dansa og syngja í smá stund, en síðar tók hann pokann sinn og gekk á dyr! Börnin hrópuðu aftur á hann og spurðu hvort hann ætti ekki eitthvað í pokanum, þá dró hann upp Landsbankablöðru, hjólapumpu, herðatré, tóman sjampóbrúsa, sólgleraugu og sokk! Eitthvað þótti þetta undarleg samsettning í jólasveinapoka, en á endanum fann hann íslenskt sælgæti og rétti glöðum og góðum börnum á öllum aldri poka sem fékk þau til að brosa. Svo ranglaði hann í burtu glaður í bragði...
--

Annarrs var helgin yndisleg við keyptum gjafir og góðgæti. Svo fékk Eyrún snemmbúna afmælisgjöf:) Snjóbretti, bindingar, skó og tilheyrandi! Það verður svo gaman að fara í fjallið með henni.
Við förum heim á föstudaginn og ef allt gengur samkvæmt áætlun þá komum við til Akureyrar klukkan 20.30.

þriðjudagur, desember 06, 2005

hvað er heim?

Helgarferðin var yndisleg, fórum af stað klukkan 20.30 frá Wien og héldum af stað til Essen, við sváfum(n.b.) í kojum í 6-manna vagni og höfðum það bara náðugt. Komum svo til Hönnu, Dóra, Maju skvísu og ofur-Torfa Geirs rétt um 10. Jólamarkaður og rólegheit á föstudeginum, handboltaleikur og pitza á laugardeginum, Köln á sunnudeginum og krakkar knúsaðir á mánudeginum. Á jólamarkaðnum náðum við okkur í jólastemmingu, handblotaleikurinn kom okkur í stuð þó að Dóri hafi verið tekinn úr umferð í rúmlega 40 mínútur og Dragunski fengið skot í augað frá eigin(gjörnum) leikmanni. Köln var svo wunderschön og kirkjan þar er engu lík, nema þá Stephansdom hérna í Vín.
--
Æj blessaður slepptu þessu bara: urraði ljónið Sigurljón á páfagaukinn
slepptu þessu?: æpti páfagaukurinn Laugaukur á ljónið

Sum í hópnum mínum eru páfagaukar, það tekur þá alltaf tvær til þrjár tilraunir að skilja allt. Stundum svara þau líka ólógískt og Torfi Geir, "Was sprechen politiker aus seinem land über?" svar " Ja"... og svo þarf að að spyrja aftur og aftur...
Annarrs átti Torfi Geir mjög gott svar um helgina, eftir að hann ropaði og pabbi hans spurði: "Torfi, hvað segir maður þá?" - "Meira" sagði ofur-Torfi.

-

segir Lalli