mánudagur, desember 31, 2007

áramótaheit

Þetta ár var gott, mér leið vel og ég stóð mig vel - vei ég! Næsta ár verður betra, enda liggur leiðin bara upp á við, líka blogglega séð. Gamaldagsblogg koma til baka á nýju ári netdagbækur þar sem viðkomandi segir vinum sínum frá því hvað á daga sína hefur drifið og skrifar um sín áhugamál. Íslendingar hætta vonandi að gera sig að fíflum á mbl.is.
-
Ég ætla ekki að láta þetta vera lengra í bili en áramótaheitið mitt í ár er eins og öll önnur ár að verða betri maður og sýna þar með sjáflum mér og öðrum að ég hafi lært eitthvað af síðasta ári. Þar á meðal ætla ég að blogga meira, enda finnst mér gott og gaman að láta vini og vandamenn heima heyra frá okkur í Vín með svoleiðis pistlum.

En í bili segi ég bara, farsælt komandi ár og takk fyrir allt gamallt og gott!
Lalli

föstudagur, desember 21, 2007

hohoho hahaha hihihi

Skemmtilegar þessar fjótfærnisvillur sem ég geri stundum, það þarf auðvitað gáfumenni eins og Emma til að átta sig á villunum mínum - hann er þrautþjálfaður í því að þefa uppi flóknar rökvillur. Ég ætlaði að sjálfsögðu segja þegar ég verð EKKI heima, þá get ég sem sagt gefið blöðin mín og einhverjir sem engan Standard fá geta lesið hann í tætlur.
-
Jólin eru að koma. Skatan er að koma. Jólagrautur og stess sem ég skil ekki. Hver nennir að vera stressaður - hlustaði það fólk ekki á Hemma Gunn? Hann sagði þetta "Verið hress - ekkert stress - bless" einfaldara getur það ekki verið.
--
Það voru 3 hæfari til að skrifa þetta blogg.
---
Lalli

fimmtudagur, desember 13, 2007

heim á leið

Það er ekki mikið eftir af þessari viðburðaríku önn, við förum heim á morgun - sem þýðir að það er nóg að gera í dag.
-
Vínarborg á aðventu er alveg einstök, það eru jólamarkaðir á hverju torgi og tilheyrandi skraut og gleði. Svo skemmir sætur ilmur af Glühwein ekki fyrir. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að ferða- og kaupóðir íslendingar skuli ekki streyma til Vínar um þetta leyti - en líklegast á höfuðborg Habsburgaranna ekkert í Mall of Amerika og svoleiðis undur.
--
Ég sendi Der Standard tölvupóst um daginn og sagði að ég vildi ekki fá dagblaðið til mín þá daga sem ég verð heima. Þá buðu þeir mér skemmtilegan díl, að ég gefi blaðið mitt til heimila sem að fá ekkert blað en vildu það gjarnan, eins og athvarfs fyrir heimilislausra eða "Konukot". Að sjálfsögðu tók ég þessu boði enda er sælla að gefa en þiggja.

mánudagur, desember 10, 2007

nokixel-tluacuoF

Það hefur verið nóg að gera - það er samt ekki afsökun fyrir hryllilega-arfaslöku og yfirhöfuð og allt lélegs ástands á þessu bloggi. Ég tók það í gegn og skrifaði svo ekkert meir. Ekki gott.
En það sem gott er, er að í stað þess að blogga hef ég lært, flutt inn í nýju íbúðina, kennt íslensku og verið almennt hress og kurteis við vini og ókunnuga. Við Eyrún erum væntanleg til Íslands 14.des og ef veður leyfir förum við beinustu leið til Akureyrar þann dag. ´
Gáttaþefur kom á jólaball Íslendingafélagsins, ég misst því miður af honum, en fólk sagði mér að hann hefði verið í nokkru stuði, en samt frekar vitlaus greyið.

Ég ætla að vera duglegri við að blogga núna svo ef þú ert að lesa þetta, kíktu þá oftar við.
bless kex,
Lalli