fimmtudagur, september 29, 2005

Schülerduden!

Eftir annasama daga undanfarið þá tókum við Eyrún okkur nokkur veginn frí í dag, engin IKEA ferð, engin skráning og ekkert vesen. Við fórum reyndar til Vienna International Center (Sameinuðu þjóða byggingin) í dag og ætluðum að hitta íslenskan mann nafni Guðna Harðarson, en við mættum of seint og þá hann var farinn á fund svo það varð ekkert af því.

Þvottavélin okkar er komin á sinn stað, borvélin, skrúfjárnin, hallamálið og allt hitt dótið í sinn skáp og tölvan er komin á sinn rétta stað. Það eina sem vantar hér er sófi, sem á að koma á næstu fimm dögum, ef hann kemur ekki verð ég alveg snar-snæduvitlaus og bít í súrt epli!

Við ætlum ef til vill að reyna að komast í óperuna um helgina, og ef ekki þá kaupum við okkur miða á netinu fyrir einhverja sýningu fljótlega.

Það eru ótalmargir ógeðslegir karlar á sveimi í kringum miðbæinn og lestarstöðvarnar, auðvitað eru flestir þeirra bara venjulegar fyllibyttur, en sumir þeirra eru bara svo ógeðslegir. Einhvern tíman voru þeir sæt ungabörn, kanski voru stefndu þeir hátt en sitja núna á skítugum götum og betla. Við Eyrún sáum meira að segja einn gaur pissa við hliðina á glervegg hjá Westbahnhof, það þarf ef til vill ekki að taka það fram að þá sáu vegfarendur allt á kauða. Þar sem veggurinn var úr gleri, ok, nóg um það.

Ég skildi einu sinni eitthvað í Baugsmálinu, en núna? Gamlir tölvupóstar og hótanir fram og aftur, í nútíð og þátíð, þetta er undarlegt. Ef eitthvað af því sem þetta fólk segir er satt þá á einhver eftir að verða myrtur, það gerirst alla veganna í alvöru sápuóperum. Eða þá að einhver klóni Jón Ásgeir og skíri hann Jón Gerald, eða Jónínu Ben og segji að hann sé bara brjálaður og svo drepur hann sig, en bara í þykjó og kemur svo aftur eftir fimm ár og sakar Sturlu Böðvarðsson um að hafa stýrt þessu öllu.(skildu þið þetta? nei, gott ekki ég heldur)

Það verður eitthvað af viti að koma út úr þessum bloggskrifum bráðlega... svo er Eyrún búin að uppfæra myndasíðuna...
bæbæ, Lalli

mánudagur, september 26, 2005

Öl-vín að verða fín...

Við erum búin að vinna í flest öllu hérna úti. Eyrún er búin að skrá sig í sinn skóla og á bara eftir að staðfesta/ákveða kúrsana sína. Ég aftur á móti kemst ekki inn í skólann sem ég ætlaði mér, þar sem ég tala ekki þýsku, ég bjóst við því að geta tekið innan skólans einhverja þýsku fyrir útlendinga en svo var ekki. Svo að ég er kominn í nýjan skóla, sem ber sama nafn og hinn, en er samt ekki hluti af honum... En hvað um það, ef til vill kemst ég samt á námslán, ef ekki þá verður hún Eyrún mín bara að bjóða mér í bíó í allan vetur. Eða eitthvað:)
Um síðustu helgi fórum við í lestarferð til Essen að heimsækja Hönnu, Dóra, Álfheiði Maríu og Torfa Geir. Það gaf okkur orku og við náðum að slappa af með tvo yndislega orkukrakka að "atast" í okkur og að hjálpa foreldrunum setja saman rúm, bora í veggi og öskra á handboltaleik. Dóri spilaði á móti Ibbenbürener SpVg o8, Tusem Essen vann! Eins og þeir hafa gert í allan vetur... Dóri var góður sérstaklega í seinni hálfleik, en þetta var samt erfitt hjá Essen... Mjög gaman að sjá Dragunski taka á mönnum í vörninni. Dóri var svo að segja mér að hann hefði tekið sófasettið hjá þeim einn úr gámnum og inn í hús og við erum að tala um mjög þungt sófasett.. gaurinn er rúmlega tröll...;)
Í dag fengum við sjónvarp, internet og síma mjög gott mál og dagskráin er bara fín, svo tók ég "inntöku"-próf í nýja skólanum mínum sem var til að sjá hvernig ég stend og viti menn ég var dæmdur í 3.stig eða miðstig. Konan sem talaði við mig var mjög ánægð með hvað ég var góður að tala, en ekki jafn sátt meðferð mína á þýskum sögnum.. eitthvað kannast ég við þetta en tókst að komast upp á 3. stig.
Svo erum við búin að vera heima og taka til, skúra skrúbba og bóna í allt kvöld. Á morgun förum við svo í skólana okkar að klára skráningu og fá frekari upplýsingar, eftir það er það IKEA ljúfa IKEA til að kaupa fallega og nytsamlega hluti og mat, því í IKEA hérna er hægt að kaupa norræna matvöru;) Eftir að leitum við að þvottavél.
Þetta blogg er það heimilislegasta í gjörvöllum netvöllum, kanski fyrir utan þessa.

Ég lofa að skrifa um eitthvað krassandi bráðum og svo skal ég bara horfa á fótbolta á mogun, Rapid Wien - Juve... og leikurinn sýndur á stöð sem við náum:)
Bless kex,
lali-baba

fimmtudagur, september 15, 2005

velkominn til Vínar Lárus

Jaeja, thá er tetta byrjad. Ferdin gekk vel og vid komumst baedi heil í íbúdina okkar og allt dótid med. Fyrst aetladi tyrknerskaettadi leigubílstjórinn okkar ekki ad finna götuna! Kommon´hver veit ekki hvar Ölwiengasse er!
Svo er íbúdin okkar ekki alveg eins og vid vildum, vid héldum ad vid mudum ef til vill vilja skipta, en svo skodudum vid adra íbúd og thá sáum vid ad okkar íbúd er alveg ágaett.
Í gaer fórum vid á veitingahúsid í Öelwiengasse, og fengum okkur Erdinger og ég fékk mér Spinat, Egg og Rüsti... ég bordadi tad, en meira verdur ekki sagt um thá máltíd:)
Svo erum vid núna á leidinni nidur í bae ad skoda söfn og fara á kaffihús og hafa thad gott, naesta vika verdur svo notud til tess ad breyta holunni í höll.

föstudagur, september 09, 2005

víkingurinn virtist villtur, eða hvað?

Jújú kæru vinir ég er á leiðinni í burtu af landinu, flýg á miðvikudaginn út til heitu landanna þar sem sólin skín og smjör drýpur af pálmatrjám en ekki stráum.
Það verður nú aldeilis hressandi og gefandi tími, hversu langur sem hann nú verður og hvað ég tek mér fyrir hendur á meðan hann líður. En best af öllu er fyrir ykkur er að vita, okkar fólk er ávallt velkomið í Ölwiengasse 4, bara hringja á undan sér til að öruggt sé að nóg sé til af öllu.

Næst skrifa ég frá Vínarborg...
lalli

mánudagur, september 05, 2005

jæja jájú, jamm og jú

Ég biðst afsökunar á því að hafa skrifað góðann daginn síðast, svona geri ég stundum. E.t.v. af fáfræði ellegar klaufaskap, en svona er ég brothættur lítill drengur.
Þessi brothætti litli drengur er á leiðinni út í heim, sumir kalla heiminn, "hinn stóra heim", en ég veit ekki hvort til séu aðrir heimar og hvað þá að ég viti nokkuð um stærð annarra heima. Í rauninni veit ég mest lítið um slíka hluti, vitneskja mín er á afar takmörkuðu sviði, en svona er ég bara lítill "heimskur" drengur í heimi.

Vandamál heimsins, er ég ekki vanur að fjalla um þau? Vandamál liðinnar viku, fellibylur við mexíkóflóa, 1000 létu lífið á brú í Írak, bruni í París, flugslys, ekkert fjallað um fellibyl í Kína (og fleiri Austur-Asíu löndum) og það virðast vera tveir lélegir frambjóðendur í Þýskalandi.
Af nógu er að taka, fellibylurinn sýndi svart á hvítu að í Ameríku vantar allt "social" eitthvað, bjargið sér hver sem getur stefnan sýnir vanmátt sinn. Í kjölfarið er talað um ránsöldu, en e.t.v. er rauninn sú að fólk var fyrst og fremst að stela mat og vatni!
Brú í Írak, hryðjuverk? Tilviljun? Eða einfaldlega harmleikur, líklegast, með blandi af hinu.
Brunarnir í París, þá skilur maður varla, eru þetta íkveikjur? Hlýtur að vera tilviljun af þessu tagi væri ótrúleg.
Fellibylurinn í Kína gerði minni urlsa, þó svo að kona í minni vinnu hafi sagt að milljón hafi farist..sko milljón eð'eikkað..ojjj.
Lélegu frambjóðendurnir í Þýskalandi eru eiginlega ekki vandamál, bara hversdagsleikinn, Bush og Kerry.. ect.

takk fyir og bless