mánudagur, júlí 24, 2006

sumar frí frí sumar frí frí sumar -

Núna er eitthvað liðið af sumri og lítið verið um færslur hjá La Rusl, ekki vegna þess að ég hafi ekkert gert heldur vegna þess að ég nenni ekki að hanga yfir tölvunni og þvælast um veraldarvefinn.
Síðustu helgi fór ég með mömmu og pabba í útilegu, Eyrún komst ekki þar sem hún var að vinna alla helgina (á meðan ég tók því rólega í tjaldferð). Reyndar tók ég því ekkert svo rólega því við tókum gönguskóna okkar með og fórum í 8 klukkustunda labb frá sundlauginni í Reykjahlíð fram hjá Reykjahlíðarfjalli, yfir hraunið í áttina að Leirhnjúk og Kröflustöð og síðan yfir Þríhyrning og niður hjá Námaskarði og til baka að Reykjahlíð. Þessi fjallganga var um það bil 30 kílómetra löng og við höfðum mjög gott af henni, það var kanski síst hún Lukka sem þurfti að fara svona langt því hún var dauðþreytt daginn eftir og neitaði að labba um Lakagíga þegar við skoðum þá daginn eftir. Eftir gönguna grilluðum við okkur lambakjöt sem við krydduðum með blóðbergi og pipar.

Næstu helgi förum við aftur í útilegu, áfangastaðurinn hefur ekki verið ákveðinn en það er pottþétt að gönguskórnir koma með aftur og Eyrún verður í fríi svo ferðin verður ennþá betri. Hver veit nema veiðistangir fái líka að fara með, ég á nefnilega eftir að vígja nýju flugustöngina mína.

Svo verða Sigurrós og Amina að spila í Ásbyrgi um versló, svo það er aldrei að vita hvort við skellum okkur.

friður,
lalli

miðvikudagur, júlí 05, 2006

heim á morgun

Núna er þetta fyrsta ár okkar Eyrúnar hérna úti að verða liðið, við leggjum af stað frá Kupkagasse um klukkan 05 í fyrramálið og lendum á Akureyri klukkan 22 um kvöldið. Það er allt um það bil að verða orðið klappað og klárt, töskurnar dansa á yfirvigtarlínunni eins og aðrir vesturlandabúar og spurning hvort okkur verði refsað fyrir það. Undarlegt að maður hafi ekki leyfi til að taka meira með sér þegar maður flytur, núna verðum við á svipuðu flandri næstu árin og það er frekar leiðinlegt að þurfa alltaf að passa sig á því að taka ekki of mikið pláss, meðan að fólk sem kemur úr tveggja vikna ferð fær sama pláss. En jæja, þetta kennir manni ef laust að maður ætti bara að vera sjálfum sér nægur, með góðum félagskap.

Það er hálfleiðinlegt að fara, en það verðum mjög frábært að koma heim og hitta alla, svo að mjög vinnur hálf! Ég er bara orðinn töluvert spenntur fyrir því að komast til sveita-þorpa-borgar-bæjarins Akureyrar.

hressandi purmp!
lalli