laugardagur, apríl 29, 2006

there is a store where the... ,...

Ef einhver las síðasta blogg, þá þótti það einhverjum líklegast "halló", en svona er það bara. Sama þó að fólk vilji ekki mæta á útifund, íþróttaviðburði, listasýningu eða hvaða w.t.f.-hlut sem er, þá er það ömurlegt að þeir sem eiga að skipuleggja viðburðinn leggji árar í bát: Ekki hefur Glímusamband Íslands hætt störfum þrátt fyrir að enginn sýni því áhuga. Heimurinn er bara svona núna, kaldur og harður, með sprengjuregni og fátækt en við þurfum samt sem ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust. Hvar eru t.d. allir þeir sem kveða um vandamál heimsins í rokk og rapptextum þegar kemur svo að því að taka á hlutunum, vandamál heimsins verða ekki leyst yfir kollu af bjór, þó það sé ljúft að ræða þau yfir slíkri. Hvar eru svo líka kynslóðin sem ól upp mína kynslóð? Ættu þau ekki að láta sjá sig...
Nei, ef til vill ekki, en það er nú bara svona, blessað frelsið..
--
En til að létta aðeins andrúmsloftið á blogginu þá ætla ég að skella inn öðrum leik, sem engu máli skiptir og veitir enginn fríðindi (hvorki hjá Iceland Express né Iceland Air). Það eina sem leikurinn á að veita er ánægja, sem að sjálfsögðu skortir í heiminum...
Enn og aftur er spurt botnið Titlinn á blogginu. (svo væri hljómsveitar og lags nafn vel þegið)
there is a store where the... , ...

ykkar óvenju-harðorði bloggari
Lalli

föstudagur, apríl 28, 2006

28. apríl, í tilefni af 1.maí

1. maí kröfugöngur á Íslandi eru um það bil að deyja. Til dæmis verður engin kröfuganga á Akureyri á mánudaginn næsta, þess í stað er bara skemmtidagskrá og kökuhlaðborð. Stjórnarmenn í alþýðusamböndunum segja að kröfugangan sé barn síns tíma, og það sé ekki áhugi fyrir hendi að taka þátt í kröfugöngum, né öðrum baráttuaðgerðum. Það að ekki sé áhugi fyrir hendi er í sjálfu sér ekki óeðlilegt á Íslandi, landi þar sem meira en nóg virðist vera af öllu en hugmyndin á bak við félagshyggju og samstöðu verkamanna er að gruninum til ekki bundin við einstök bæjarfélög og þegar að við höfum náð ákveðnum árangri þá á það ekki að þýða að baráttunni sé lokið. - Öreigar allra landa sameinist - Ekki það að alþýðusamböndin eigi að marsera taktfast á eftir marxískum hugsjónum, þá er ömurlegt að þeir leggi árar í bát og hætti við kröfugöngu. Kanski sýnir þetta öðrufremur að þeir sem eru í fremstu línu til að berjast fyrir réttindum launafólks, séu ekki með hugsjónir og réttlætið að leiðarljósi. Til dæmis eru lög að ganga í gildi sem opna íslenskan vinnumarkað fyrir vinnuafli frá nýju ESB-löndunum. Í landinu eru starfandi leigumiðlanir sem að borga verkamönnum lægri laun en samið hefur verið um, þetta er til dæmis hluti af þessu alþjóðlegasamhengi sem ég minnist á.
Rjómartertuát er ágætt, en ekki leiðin til þess að halda á lofti hugsjónum félagshyggju og réttlætis í heiminum! Það er ekkert mál að sameina baráttu og gleði í eina hátíð, en það verður þá að gera það almennilega, og ekki hætta baráttunni þegar okkur líður vel. Það minnsta sem hægt væri að gera er að heiðra minningu þeirra sem að ferðuðust um landið þvert og endilangt til að taka á gráðugum kapitailistum. Það er nefninlega ekki langt síðan og réttindi komu ekki til okkar að sjálfu sér. Ekki bara rétturinn til að fá veikindafrí.. ect. ect. ect. Nánast allt sem við sjáum fyrirframan okkur í dag eru hlutir þurfti að berjast fyrir = frelsi til að vera þú sjálfur.

Ég hugsa að ég rölti niður á Ráðhústorg í Vínarborg og taka þá í útifundi sem að verður haldinn kl:09 þann 1.maí.

Lalli

miðvikudagur, apríl 26, 2006

fagurt galaði fuglinn sá

Ég er búinn að fara í tvo fyrirlestra í skólanum, ég hef skilið þá og glósað slatta, en ég er ekki alveg kominn á það stig að geta velt þessu fyrir mér á staðnum: fundið svör og spurt spurningar, en það kemur.
Í gær horfði ég á Lord of War, mynd um vopnasala sem var leikinn af Nicolas Cage. Fyrir myndina var auglýsing frá AI þar sem AK-47 hríðskotabyssa var seld í sjónvarpsmarkaði og auglýst "svo einföld að jafnvel barnahermenn geta notað hana". Myndin var í svipuðum tóni, kaldhæðnum og beittum, ég hvetþig hér með til þess að kíkja á hana. Í endann (ég er ekki að gefa upp neitt plott...) var bent á það að fimm lönd sem eiga fastsæti í Öryggisráði S.Þ. séu stærrstu vopnasalar heims.En svo eru auðvitað G8- löndin eru öll í þessu.

Heimsósóma fífla asni!

Friður,
lalli

sunnudagur, apríl 23, 2006

fáfræði fagurgala

Ég get byrjað í skólanum fyrir alvöru í vikunni, eftir því sem ég sé best á netinu er reyndar ekki tími á morgun, sá fyrsti ætti að vera á þriðjudaginn. Markmiðið fyrir þessa önn er að verða enn betri í þýsku, læra á kerfið í skólanum og standa mig í þeim tímum sem ég kemst í. Ég ætla að sjá til hvernig þeir eru áður en ég kem með lýsi því yfir að ég nái eða falli.

Undanfarna viku hefur verið umfjöllum um Kína í "Die Presse" sem ég fæ ókeypis sent heim til mín daglega. Tækifæri og hættur er þessi umfjöllun kölluð, stundum finnst mér eins og vesturlandabúar sjái tækifærið sem sitt tækifæri til að græða en ekki tækifæri íbúa Kína til þess að lifa betra lífi. Landið er ógnarstórt og íbúarnir komnir vel yfir milljarð og ennþá lifir yfir helmingurinn af landinu. Mætti túlka það svo að iðnbyltingin er ókomin til Kína? Nei það væri ekki rétt enda eru borgirnar þar stórar og framleiðsan mikil, en hún er ennþá á leiðinn til mikils hluta íbúanna. Og aðstæður á vinnumarkaðnum eru villandi, vinnulöggjöfin er öflug og eftir vestrænni fyrirmynd en það er ekki alltaf farið eftir henni. Ef að allir þessir íbúar myndu móta sér sama neyslulífstíl og við á vesturlöndum myndu auðlindir heimsins vera klárast á skömmum tíma. Kanski er best að þakka fyrir að þeir gera það ekki. Eða hvað? Ef þessi "ógn" væri ekki til staðar, já "ógn" því afhverju ætti velmegnun milljarðs manna að ógna okkur? Jú því hún gæti dregið úr okkar. Ef þessi ógn væri ekki til staðar þá værum við ekki að hugsa okkar gang. Það sem verst er að ráðamenn einbeita sér frekar að því að berjast um síðustu olíuna heldur en að leggja peningi í rannsóknir. Hvað ætli stríðin undanfarin ár hafi kostað mikla olíu?

Ég verð samt sem áður líka algjörlega stíflaður í hausum á því að hugsa um þetta, hvað veit ég um Kína og heiminn? Kanski meira en margir og minna en sumir. En almennt þá er maður skammarlega fáfróður um heiminn og þá sem hann byggja.
Svo ég ætla í bili að hætta að skrifa og lesa þess í stað.
kveðja úr Kupkagasse,
Lalli

laugardagur, apríl 22, 2006

0987654321°

Ætli kreppa sé á næsta leiti? Krónan stefnir upp upp og upp á fjall og olíuverð líka. Íranar virðast ætla að koma sér upp atómbombu og þá eiga nú allir eftir að verða spinnegal. Svo las ég það um daginn að Brasilíu menn séu með svipaða stefnu í kjarnorkumálum, það er auðga meira úran og svo gætu þeir átt nóg í sprengju. En það er augljóslega munur á utanríkisstefnum landanna, Brassar eru óneitanlega betur liðnir en Íranar, svo þeirra sprengja er ekki jafn stórt mál fyrir stóru strákana/freku strákana.
-
Það er sólarsömbu veður í dag og hefur verið undanfarna daga.
samba-lalli

miðvikudagur, apríl 12, 2006

afsakaðu

Við Eyrún komum heim frá Essen í dag, við skelltum okkur í ferð yfir helgina, í upphafi páskafrísins. Við fórum að sjálfsögðu með lest, á leiðinni til Þýskalands fengum við tveggja manna klefa þar sem morgunmaturinn okkar var borinn inn í klefann og annað fínerí. Við keyptum okkur nú bara svoleiðis miða því aðrir svefnklefamiðar voru ekki í boði. Á Laugardeginum var Dóri að keppa, við Eyrún fórum með Hönnu og krökkunum á leikinn og hrópuðum áfram Tusem. Honum lauk að sjálfsögðu eins og þeirra var von og vísa, með sigri, þeim 28. í röð og því eru Essen komnir upp um deild eins og reyndar ljóst var fyrir löngu. Leikurinn endaði 27-34 Essen í vil, og reyndar voru þeir komnir í 10 marka mun á tímabili, en þá fengu óreyndari menn að spreyta sig í leiknum. Eftir leikinn fórum við fullorðna fólkið svo út á lífið með liðinu og skemmtum okkur vel. Liðsfélagar Dóra eru flestir hressir, Helmuts markmaður sagði mest megnis "danke" og ruglaði svo í fólki, á meðan að Hvít-Rússinn Igor sagði mér frá stjórnmálaástandinu í heima landinu sínu. Við tókum svo aftur lestina til baka, en fengum okkur bara pláss í 6 manna klefa, enda er annað bruðl og vitleysa.
--
Eftir tvo tíma fáum við svo heimsókn, en mamma og pabbi Eyrúnar ásamt systrum hennar eru á leiðinni frá Bratislava. Páskarnir verða því íslenskir í Kupkagasse og við fáum ef til vill íslenskt lambalæri og ef við verðum heppin súkkulaði... En alveg pottþétt góða gesti sem njóta páskanna með okkur.
--
Þýskaland er um það bil að missa sig í heimsmeistaramóts brjálæði, auðvitað eru þeir með duglegir við að ná í auglýsingasamninga og reyna að selja sem mest tengt mótinu. En þegar ég sá "baðlínu" (sápur, handklæði, bursta og ilmkerti) í fótboltamynstri og þýskum fánalitum var mér öllum lokið. Svo ég settist dapur niður undir næsta tré og grét....
--
Ef til vill á eftir að vera lítið um færslur yfir þessa páska, ég vona nú samt að ég verðir ekki svo uppáþengjandi gestgjafi að ég gefi gestunum ekki frí frá mér í minnsta kosti 10 mínútur til að pikka inn á veraldarvefin skilaboð til páskahéra..

Hinn fornfrægi spurninga- og skemmtileikur sem skiptir engu máli er hér með tekinn upp aftur á síðunni.
Botnið titilinn á þessari bloggfærslu rétt: Afsakaðu...

Lalli í Vínarborg

miðvikudagur, apríl 05, 2006

1,2 og byrja!

Tók eftir því við lestur á Morgunblaðinu í dag að það er kominn í kosningaham, í það minnsta farinn að hita upp fyrir þær. Það er því ekki seinna vænna en að miðillinn ykkar La Rusl, geri slíkt hið sama, enda hef ég löngum fylgt Mogganum eins og skugginn og lýg ekki frekar en hann. Grein eftir borgarstjórann í Reykjavík var neðst niðri á milli tveggja síðna, en sprelligosinn Kristján Þór bæjarstjóri á Akureyri var með svo gott sem alla miðopnuna. Hana notaði hann til að skjóta nokkrum skotum á Samfylkinguna á Akureyri, og sakaði hana um alla mögulega hluti. Þó helst að gagnrýna hann og hans hugmyndir, þó svo að það sé einmitt í þeirra verkahring núna að gagnrýna hann og leita leiða við að bæta það sem slæmt er, nú eða þegar það á við gott er. Hann ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar, enda vilja 64% íbúa bæjarins fá nýjan meirihluta að loknum sveitastjórnarkosningum og því tímabært fyrir hann að læra þetta.
Staksteinar Morgunblaðsins sviku ekki í dag frekar en fyrri daginn, Mörður Árnason fékk meira að segja mynd af sér birta þar, þegar þeir fjölluðu almennt um þingmál. Það er nokkuð góður árangur, satt best að segja mjög góður hjá Mirði.
Undarlegt að á Íslandi skuli enn þann dag í dag vera starfrækt flokksblað, blað sem geri daglega, með ritstjórnarstefnu sinni, upp á milli íbúa 300.000 manna þjóðar vegna skoðana þeirra.
Við þetta er svo að bæta. Undanfarið hefur Mogginn hamrað á því að ofbeldisalda fari yfir landið og óþjóðalýður sé út um allt að hrella sakleysingja. Helgi Gunnlaugsson félagsfræðingur sendi þeim bréf í dag og benti á að frá 2000 hafi ofbeldisverkum fækkað um 20%.

Nú jæja, þetta virkar víst hjá þeim að hafa þessa stefnu, hvað skrifaði hinn virti miðill La Rusl um í dag? Jú blessaðan íhaldssepilinn Moggann;)

bis später,
lalli

mánudagur, apríl 03, 2006

sonne

Heimurinn, íbúar hans og lífið eins og það leggur sig, er asskoti lúnkið við það að laumast upp að manni og koma manni á óvart. Stundum þegar að lífið virðist, fyrir manni sjálfum a.m.k., bara snúast um eitthvað eitt. Þá gæti bara eitthvað allt annað verið á seyði. En svona er þetta dularfullt. Ef til vill væri það ekki eins áhugavert ef það væri einfalt, en þrautir eru til að læra af þeim.
-
Nóg komið af "hálf"spekilegum vangaveltum mínum sem ég efast um að fólk átti sig á.
-
Laugardagurinn var með afbirgðum fallegur dagur og góður. Veðrið lék við íbúa Vínarborgar, sem þökkuðu fyrir sig með því að leika við aðra íbúa í almenningsgörðum og hér og hvar. Við fórum út um þrjú leitið og hittum Jón og Pál, Pál þessi er frá Tirol og er í söngnámi hérna, Gilli lét líka sjá sig. Við stoppuðum á sushistað á Naschmarkt og eftir fullnægjandi át á hráum eldislaxi og tilheyrandi meðlæti fórum við í Burggarten. Settumst niður á grasið og spjölluðum saman og dreyptum á öli. Jón æfði sig á einhjólinu sínu og Pál sýndi listir sýnar með "diablo". Svo fundum við hóp af pitlum í hakkísakk, þeir voru rosalega færir að sýna listir og gera trix, en spörkuðu honum sjaldnast oftar en 4 sinnum á milli manna.
Þegar sólin faldi sig bak við byggingarnar í kring héldum við heim á leið og bökuðum saman pizzu fyrir hópinn. Afar ljúft og gott allt saman.
-
Í gær lituðum við Eyrún hárið hennar, svo hún verði glæsileg á tónleikunum í vikunni. Hún á eftir að standa sig vel.
-
En núna er það skólinn... þetta verður undarlegur tími að byrja í námi á þýsku, usss;)

lalli