þriðjudagur, maí 29, 2007

af næs einræðisherrum og illa lyktandi mótmælendum

Hugo Chavés fer á kostum sem einræðisherra herstjórnar þessa dagana, reyndar er ljótt að segja að hann fari á kostum, 10 manns voru myrtir þegar þeir mótmæltu lokun einkarekinar sjónvarpsstöðvar í Venisúela. Þrátt fyrir þessi átök og þessa kúgun "Sósíalistans" Húgó heyrist varla hósti né stuna frá vestrænum fjölmiðlum, í það minnsta á Íslandi. Fyrir örfáum dögum þótti mbl.is frekar en Vísi það fréttnæmt að lögrelgumaður á frívakt í Chicago lamdi 15 ára ungling. Svipað má segja af herskáum palestínum mönnum, stundum palestínskum hryðjuverkamönnum og ísraelska hernum. Ef palestínskir hermenn myrða einstakling í Ísrael kallast það morð, en Palestínumenn þeir falla oftast. Því þeir falla í stríð, en hinir eru myrtir af hryðjuverkamönnum. Pútín Rússlandsforseti stendur fyrir pólitískum ofsóknum, kúgunum og morðum gegn þeim sem ekki eru honum sammála. Fjölmiðlarnir segja frá því en stjórnmálamennirnir þora ekki að kvarta því þeir vilja ekki loka á olíuflæðið. Vinstrimenn gagnrýna aldrei Kúbu af gömlum vana, þeir eru örlítið líklegri til að kvarta yfir Kína.
Fjölmiðlungar taka ekki upp á neinu nýju, þýða einungis fréttir frá AP, Reuters o.s.frv. Hvernig ætli fréttaveiturnar fái sínar fréttir, þýða þær úr fréttum annarra landa? Internet fjölmiðlar og ókeypis miðlar ganga bráðum af aðhaldi "fjóðra valdsins" dauðu, sundurtættu og óendurlífganlegu. Össur Skarphéðinsson segir frá því hvernig spurningar hann hefur fengið frá því hann varð ráðherra, ekkert efnislegt, bara bölvað blaður. En það er hvorki hægt né skynsamlegt að pína fólk til að lesa, skrifa eða spyrja einhvers sérstaks, sbr. dæmið með Venesúelska skógardýrið Húgó.
-
Eruð þið búin að lesa ykkur til um G8 og mótmælin tengd þeim lokaða einræðisherra fundi? (Ég bið ykkur samt fyrir alla muni að muna að þegar ég gagnýrni G8 - ég styð aldrei ofbeldi eða skemmdarverk)
Þýsk yfirvöld vita í rauninni ekki hversu margir láta sjá sig í þessum mótmælum, ég væri ekki hissa ef yfir 100.000 gagnrýnendur alheimsvæðingarinnar mættu á svæðið. Auglýsingar um rútuferðir frá Wien og Salzburg til Heiligendamm hafa verið uppi í skólanum mínum í töluverðan tíma. Þessar ferðir eru á vegum Attac samtakanna. Ég vil ekki lengaja þess bloggfærslu með því að lýsa hvernig þau eru, en hvet ég ykkur til að kynna ykkur þau. Flestir þeir sem mótmæla í Heiligendamm eru ekki eins og þeir eru rangnefndir í fjölmiðlum, andstæðingar alheimsvæðingar, heldur gagnrýnendur vilja þeir sjá sanngjörn viðskipti en ekki bara frjáls viðskipti. - Enda er það heimskulegt að þeir einu sem hafa alþjóðlegar reglur um sín mál séu þeir sem þeir sem stunda viðskipti, en þeir sem vinna hafi mismunandi reglur tvist og bast!
Eitt sem svipaðir hópar og þeir sem mótmæla innan tíðar í Þýskalandi klikka samt oft á er að gangrýna ekki alla sem mikið er að hjá. Þegar Bush kom til Vínar í fyrra og ræddi við Evrópusambandsmenn, þá héldu sameinuðust svona hópar um að halda ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Alternativas - eine andere welt ist möglich". Meðal gesta á þessari ráðstefnu var títtnefndur Chavés, hann arkaði þar um eins og Muhammed Ali á egótrippi og var fagnað eins og hetju. Ef svona mótmælahópar hefðu í andstöðu við Chavés viljað halda ráðstefnu í Venesúela, hefði lögreglunni líklega verið sigað á þá.
-
Það er enginn alslæmur, en allir eiga skilið gagnrýni og allir hafa rétt á því að gagnrýna.

pís
Lalli

sunnudagur, maí 27, 2007

!"#$%&/()=

Í gær sveik sólin okkur Eyrúnu, bjarta fallega sólin faldi sig bak við ský þegar við fórum í fyrstu sundferðina okkar í ár. Í kring um hádegið þegar við fórum í innkaupaleiðangur skein hún á allt og alla sem vildu láta skína á sig, en klukkan 14.30 var hún horfin bak við ský. Við spurðum skýin hversu lengi þau ætluðu að vera og hvort líklegt væri að þau sendu regndropa niður til jarðarinnar. Skýn svöruðu engu, ekki frekar en fyrri daginn, fyrir utan eitt lítið ský sem söng mjóróma að það væri bara að horfa á leiki mannanna. Þrátt fyrir líkur á rigningu héldum við af stað í átt að baðstaðnum, við borguðum aðgangseyrinn og skiptum yfir í sundbúninga. Þykkir skýjabakkar skýldu þeim kroppum sem bursluðu í pollunum, við settumst á bekk og reyndum að lesa í úr skýjunum hversu lengi þau myndu loka fyrir aðgang sólarinnar að fölbleikum líkkömum íslenskra námsmanna. Eftir að hafa dvalið dágóða stund töldum við líklegast að skýin væru komin til að vera og ekki nokkurt vit væri í því að sitja fáklædd við kaldaburslupolla mikið lengur. Við gáfumst upp og fórum. Á leiðinni heim tók að birta til og þegar við fórum út úr Ofanjarðarhluta-neðanjarðarlestar nr. U-6 var nánast heiðskýrt og sólin, fallega og bjarta, skein aftur á þá sem vildu láta skína á sig.
-
Ég get ekki annað sagt en að mér líst ljómandi vel á þessa ríkisstjórn, fyrir utan að Björn Bjarnason er áfram ráðherra. Samfylkingin kemur með ferskan blæ inn í stjórnina, konur fá til jafns við karla að takast á við ráðherraembætti (ráðfrúar) og um leið og Samfylingin tekur við er lagst í að breyta til í ráðuneytum. Að mínu mati hefðu frekari breytingar verið til hins góða, en ég skal hafa biðlund um hríð, því allt tekur sinn tíma.
--
Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana í skólanum 4 verkefni framundan og leið og þeim líkur, PRÓF og nóg af þeim.
---
Um síðastliðna helgi var fór ég í handboltabulluferð til Essen og horfði á Dóra stýra Tusem Essen upp í úrvaldsdeild í þýskaboltanum. Mikið rosalega var ég kátur og hás, enda hef ég aldrei öskrað svona mikið, né lengi. Allan síðari hálfleikinn stóðum við og klöppuðum og til skiptist fórum við á taugum eða öskrðum úr okkur lungun.
----
pís,
lalli

p.s. kein macht für G8! bölvaðir hræsnarar að hittast 8 (reyndar 9) saman og ræða framtíð heimsins.

fimmtudagur, maí 17, 2007

nú híja einhverjir á mig..

Miðað við fréttir í dag og síðust færslu skaut ég mig e.t.v í fótinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hættu við að mynda stjórn og Geir H. Haarde sagði að líklegast væri að þeir myndu ræða við Samfylkinguna varðandi nýja stjórn. Þá er fyrsta takmarki X-S náð, því að stjórnmál snúast númer 1,2 og 3 um það að koma sínum málum á framfæri. En núna er svo líka tækifæri fyrir grasrótin hjá x-s að láta í sér heyra og hlífa hvorki x-s né x-d frá gagnrýni ef eitthvað er í ólagi. Án þess að ég haldi að nokkuð verði að, Samfylkingin stendur sterk á sínu og þá er allt í lagi.
-
Annarrs ætla ég ekki að segja neitt meira fyrr en eftir helgi, þá verður Dóri kominn upp í úrvalsdeild í þýskaboltanum og Samfylkingin komin í stjórn.

lalli

þriðjudagur, maí 15, 2007

ég viðurkenni..

ég er hundfúll!
-
Ég var svo ánægður um miðnætti þegar fyrstu tölur komu. Við á kosningavöku Samfylkingarinnar í Vínarborg, misstum ekki vonina þegar stjórnin náði aftur "meirihluta". En þegar ég vaknaði um morguninn og úrslitin voru ljós, hvarf sólin bak við ský og ólykt gaus upp úr holræsum Vínarborgar!
En í alvörunni, þá liggur við að manni líði svona, því að allt stefnir í að þessi stjórn haldi áfram, með eins þingmanns meirihluta og 48% atkvæða á bakvið sig. Þessi stjórn er ekki búin að vinna að neinu af viti síðustu ár, mestu máli hefur skipt að passa upp á stólana, að sem flestir fái að prófa sem flest ráðuneyti og enginn fari í hættulega mikla fýlu. Valgerður, Guðni og Sif nenna engan vegin að hanga sem óbreyttir þingmenn í 4 ár svo þau heimta frekar að fá fín ráðuneyti til að reka. Svo koma varamenn inn á þing í stað þeirra. Þessi stjórn hefur hvorki getu, þor, dug né metnað til að takast á við þau vandamál sem blasa við á Íslandi í dag.
--
En í rauninni er þetta ekki skelfilegt, vegna þess að þessi stjórn nær aldrei flugi, hún hefur á móti sér stóra og kraftmikla stjórnarandstöðu sem vex ásmegin við hverja hindrun. Ef að Íhaldinu dettur í hug að selja Landsvirkjun eða "finna" þá snilldar lausn að leysa vandamálin í mennta- og heilbrigðiskerfinu með eintómum einkavæðingum þá munu þeir einfaldlega fá fólkið í landinu upp á móti sér og þá mun stjórnin springa! Þetta verður líklega í desember og við kjósum aftur í Janúar og þá - LOKSINS - fellur stjórnin almennilega og til valda kemst stjórn sem að virðir fólkið í landinu.
---
En svo getur líka vel verið að ég hafi algjörlega rangt fyrir mér og það sé í rauninni þannig að 36% kjósenda á íslandi séu rúmlega fimmtugir, mjög vel stæðir karlmenn af Stór-Reykjavíkur svæðinu, sem reka sitt eigið fyrirtæki, eiga gríðarstóra bankareikninga, sem að þrá ekkert frekar en þeir hagnist sem mest á sem skemmstum tíma og er nákvæmlega sama á hvaða hátt það gerist eða með hvaða afleiðingum! Er fólk í alvörunni ekki búið að fá nóg af þessari óstöðvandi græðgi.
----
Það er eins og einhverskonar þoka liggi yfir Íslandi, þessi þoka blindar okkur og gerir það að verkum að við höldum að það sé náttúrulögmál: að vinna lengstu vinnuviku í Evrópu, að allir frá 17 ára aldri þurfi að eiga bíl, að þeir sem lægst hafa launin hafi ekki efni á því að lifa af í "ríkasta landi í heimi", að þeir sem tali um evrópusambandið vilji gefa "landið okkar", að bankar geti verið með vexti sem okurlánarar væru stoltir af, að matvælaverð heimskulega hátt.

Það er hægt að breyta þessu öllu, við þurfum bara að ákveða það. 52% þjóðarinnar vilja það en einhvervegin er það skrítið ætla að 48% ráða!

við felldum þessa ríkistjórn, höldum því bara áfram þar til hún hættir!

kveðja frá Rauðu-Vín
Lalli

fimmtudagur, maí 10, 2007

þriðjudagur, maí 08, 2007

ljómandi

Síðasta helgi var góð, það var meira en nóg að gera í skóla og skemmtun. Íslendingafélagið hélt sitt mánaðarlega bjórkvöld á föstudaginn og á laugardaginn hélt Bess, sambýlismaður Jóns, elskhugi hans og ástmaður*, upp á 30 ára afmælið sitt, auk þess sem High5 kjallarapöbbinn "okkar" átti eins árs afmæli. Við mættum að sjálfsögðu á alla þessa merkilegu viðburði. Auk þess kusum við á föstudaginn, en fengum hvorki svart né sykurlaust hvað þá bakkelsi að kosningu lokinni. Eftir kosninguna fór ég í heimsókn með Gundkurs: Österreichische Politik und EU í sjálft þinghúsið í Vínarborg, ákaflega falleg bygging og sjálfsagt væri hægt að koma íslenska þinghúsinu mörgum sinnum inn í það. Annar þingsalurinn var sprengdur í seinni heimstyrjöldinni (flott að við íslendingar gerum bara ráð fyrir fyrri og síðari), og gjöreyðilagðist hann við það, í kjölfarið var hann byggður upp í nútímastíl = 1950 stíl! Skrambans ólukka, stærri salurinn, þar sem Bundesversamlung (sameinað þing) kemur saman t.d. til að staðfesta kjör forsetans og minningarathafnir eru haldnar, er í ótrúlega fallegum gömlum stíl með styttum af heims- og stjórnmálaspekingum liðinna alda og einstaklega fallega innréttaður. Nóg af innlit útlit.
-
Auk þess sem að ég skemmti mér um helgina, lærði ég líka slatta þar sem ég þurfti að skila tveimur verkefnum á mánudeginum.
-
Þingkosningar nálgast óðfluga og mér sýnist Samfylkingin vera að toppa á réttum tíma. Jafnvel gæti farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fái bara frí eftir kosningar! Einkavinavæðingu væri lokið. Virðing fyrir fólki tæki við. Stuðningi við morð lokið. Utanríkistefna friðar tæki við. Biðlistar þeirra sem minnst mega sín lengjast ekki meir. Heilbrigðiskerfið myndi vera rekið mannúðlega. Stöðnun í menntmálum væri lokið. Fjárfesting í framtíðinni í gegnum vel menntað fólk tæki við.
Vonandi verða íslendingar svo heppnir að sjálft sig í stjórn, þ.e. venjulegt fólk.

ps. hvernig virkar Morgunblaðið sem stjórnarandstöðusnepill?
-
kveðja úr Kupkagasse,
Lalli
*tekið skal fram að þeir eru samkvæmt því sem ég best veit og þeir sjálfir líka gagnkynhneigðir.