miðvikudagur, júlí 05, 2006

heim á morgun

Núna er þetta fyrsta ár okkar Eyrúnar hérna úti að verða liðið, við leggjum af stað frá Kupkagasse um klukkan 05 í fyrramálið og lendum á Akureyri klukkan 22 um kvöldið. Það er allt um það bil að verða orðið klappað og klárt, töskurnar dansa á yfirvigtarlínunni eins og aðrir vesturlandabúar og spurning hvort okkur verði refsað fyrir það. Undarlegt að maður hafi ekki leyfi til að taka meira með sér þegar maður flytur, núna verðum við á svipuðu flandri næstu árin og það er frekar leiðinlegt að þurfa alltaf að passa sig á því að taka ekki of mikið pláss, meðan að fólk sem kemur úr tveggja vikna ferð fær sama pláss. En jæja, þetta kennir manni ef laust að maður ætti bara að vera sjálfum sér nægur, með góðum félagskap.

Það er hálfleiðinlegt að fara, en það verðum mjög frábært að koma heim og hitta alla, svo að mjög vinnur hálf! Ég er bara orðinn töluvert spenntur fyrir því að komast til sveita-þorpa-borgar-bæjarins Akureyrar.

hressandi purmp!
lalli

Engin ummæli: