föstudagur, nóvember 09, 2007

nú vinnuvikan er liðin í ársins skaut...

Ég hef undanfarna mánudaga náð mér í í tónhlöðuna mína þætti frá Rás1 sem heita Krossgötur, Hjálmar Sveinsson er stjórnandi þessar þáttar og er að gera mjög góða hluti - hann talar ekki bara við þessa sem venjulega fá að tjá sig um málin, heldur leitar annað og lengra og finnur oftar en ekki fólk með mjög áhugaverðar skoðanir. Það sem undanfarið hefur verið fjallað um eru fólksfluttningar milli landa og það sem Hjálmar kallar Landnám II, sárafáir fluttu til landsins frá hinu eiginlega landnámi og í 8-900 ár. En þetta er að breytast segir hann. Mjög áhugaverðar umræður um innflytjenda "vandamálið" og eins og svo oft áður í þessum þætti eru umræðurnar á allt örðu plani en í öðrum miðlum.
-
Eitt af því sem minnst var á í þættinum 3.11.07 var þýska orðið "gastarbeiter", orð sem óþarft er að þýða, það var sem sagt litið á þá sem fluttust inn í landið sem vinnuafl en ekki fólk og þar liggur rót vandans - Þjóðverjar og þeir sem til þeirra fluttust, langflestir Tyrkir - bjuggust við því að vinnuaflið færi svo í burtu þegar þess væri ekki þörf. En það gleymdist að gera ráð fyrir því að þetta var ekki vinnuafl sem kom til landsins heldur fólk, manneskjur. Ef að frá upphafi hafi verið litið á fólkið sem fólk og komið fram við það sem slíkt en ekki "farandverkamenn" eða "gestavinnuafl" hefði verið hægt að koma í veg fyrir fjölmörg vandamál í Þýskalandi nútímans. Fyrst ég fór að tala um Þýskaland í dag, þá er það þannig að þann 9. nóvember 1989 voru þýsk-þýsku landamærin opnuð, múrinn féll eða öllu heldur var brotinn niður.
--
En núna ætla ég að hitta hana Eyrúnu mína á Westbahnhof - við ætlum út í kvöld og vera hress og góð eins og alltaf.
---
passið ykkur á bílunum,
Lalli

Engin ummæli: