föstudagur, júní 30, 2006

ég hlæ bara

Í gær klukkan 19:35 kláraði ég síðasta prófið mitt á þessari önn í UniWien, það var ótrúlega ljúft og ég held að ég hafi barasta staðið mig ágætlega, fínt flott gott, þ.e.a.s. ef að kennararnir taka inn í myndina að ég skrifa þýsku á minn hátt.
-
Við fórum svo út að borða á Kulin sem er mjög ágætur mexikóskurstaður hérna ekki svo langt frá okkur. Þar fengum við okkur góðan mat og Caipirinha, svo fórum við og fengum okkur 3 bjóra á kaffihúsi.
-
Ísraelsmenn eru aldeilis að hjálpa til við það að gera heiminn að friðvænlegri stað þessa dagana, bölvaðir svínamenn að koma svona fram við fólk. "palestina und irak, 1000 leute jeden tag" "israel usa menschenrechte hahaha"
-
lifið heil og sæl og ef þið eruð í Vín þá er party í kupkagasse á morun..
pís át
lalli

Engin ummæli: