fimmtudagur, júní 14, 2007

Dachs - Gerlich - Gottweis - Kramer - Lauber - Müller - Tálos (Hrsg)

14. júní, næstum öll verkefni búin, aðeins eftir að ditta að hinu og þessu í ritgerðum, það gæti tekið sinn tíma, en þar sem ég er búinn að skrifa þær þá ætti þetta að vera í lagi. Á morgun fer ég í próf, á laugardaginn í síðasta tímann í "Kyn í alþjóðasamskiptum", á mánudaginn er svo eitt verkefni (sem ég á eftir að gera) og lítið próf, svo er ekkert fyrr en 25.06 þá er stórt próf í "Austurrísk stjórnmál og Evrópusambandið", þann 27.06 er próf í tímanum "Grunþekking um ESB" og 28.06 í "Stjórnmála-umhverfis greiningu". - Rosalega var erfitt að þýða þessi nöfn yfir á íslensku, ég hef gott að því að komast heim og læra íslensku almennilega. 30. júní er svo loka skiladagur fyrir þrjár ritgerðir, en ég ælta að skila þeim í næstu viku frekar. Þann 4.júlí lendum við svo á Akureyrarflugvelli.. það verður næs, ógeðslega næs...
-
Ef ég verð duglegur, þá ætti ég ekki að blogga neitt fram til 29.júní. Sjáum til hvernig það gegnur, reyndar hef ég ekki sagt frá mörgu merkilegu undanfarið. Það þykir mér leiðinlegt, en ég hef bara verið með skriftregðu.
--
Ættu fleiri glæpamenn að heimta að fá sérstakt svæði úthlutað undir sína starfsemi eins og hraðakstursfíklar vilja?
"Fyrst þið viljið ekki hafa okkur á 170 á götunum, þá ætttuð þið bara að byggja fyrir okkur sérstakar brautir"
Hvernig væri að hætta frekar að keyra hratt, það er ekki lífsnauðsynlegt að aka eins og bjálfi.
---
pís
Lalli

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert alger eplamörður. þistilfjörður. heimir kemur norður um helgina, við gerum eitthvað ógurlega skemmtilegt félagi. með því á ég vitanlega við freyðandi andskotans fyllerí.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið í gær félagi. Við hittumst glaðir í bragði um verslunarmannahelgina.

Elvar Berg sagði...

Hvenær kemur næsta blogg?

Elvar Berg sagði...

Hvenær kemur næsta blogg?