mánudagur, júní 04, 2007

sjö fingur vs. tíu puttar

Í gær vorum við Eyrún svo ótrúlega heppin að Júlíus, íslenskur söngnemandi í Vín sem er héran í tveggja mánaða söngtíma- og tónleikaferð, bauð okkur á tónleika með Thomas Quasthoff þar sem hann söng Winterreise eftir Franz Schubert. Þvílíkur flutningur! Þvílíkur listamaður! Þvílíkur söngvari! Þetta var án vafa eitthvað það fallegast sem ég hef heyrt, hann söng í 70 mínútur tilfinninga þrungin ljóð og allir sem hlustuðu á hann gátu ekki annað en sýnt það í verki með því að trekk í trekk klappa hann upp, kanski allir nema konan sem sat einu sæti frá Eyrún sem hraut í næst síðasta ljóðinu. Svona kvöldstund á eftir að lifa lengi í minningum mínum. Að auki, þ.e. fyrir utan að hann gæti sungið hvar sem er vegna raddarinn og tækninnar, þá er Thomas Quasthoff líkamlega fatlaður. Þessa lýsingu fann ég á netinu: "1.34 meter groß, kurze Arme, sieben Finger - vier rechts, drei links - großer, relativ wohl geformter Kopf, braune Augen, ausgeprägte Lippen; Beruf: Sänger." Það er sérstak að sjá hann koma upp á sviðið, en þegar hann syngur tekur maður ekki eftir því hvernig hann lítur út, röddin og útgeislunin nær til allra í salnum. Jafnvel líka þeirra sem sofna undir lokin.
-
Á leiðinni heim mættum við svo frægari manni, með minni rödd en af mörgun talinn með meiri kynþokka. Á sunnudags kvöldgöngu á Kärtnerstasse var enginn annar en Justin Timberlake.

Ekki amalegt það.

bless í bili,
Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nautsch!!! Svona bytheway þá er ég að fara á JT á sunnudaginn, nananananana ;)