mánudagur, desember 31, 2007

áramótaheit

Þetta ár var gott, mér leið vel og ég stóð mig vel - vei ég! Næsta ár verður betra, enda liggur leiðin bara upp á við, líka blogglega séð. Gamaldagsblogg koma til baka á nýju ári netdagbækur þar sem viðkomandi segir vinum sínum frá því hvað á daga sína hefur drifið og skrifar um sín áhugamál. Íslendingar hætta vonandi að gera sig að fíflum á mbl.is.
-
Ég ætla ekki að láta þetta vera lengra í bili en áramótaheitið mitt í ár er eins og öll önnur ár að verða betri maður og sýna þar með sjáflum mér og öðrum að ég hafi lært eitthvað af síðasta ári. Þar á meðal ætla ég að blogga meira, enda finnst mér gott og gaman að láta vini og vandamenn heima heyra frá okkur í Vín með svoleiðis pistlum.

En í bili segi ég bara, farsælt komandi ár og takk fyrir allt gamallt og gott!
Lalli

Engin ummæli: