fimmtudagur, desember 13, 2007

heim á leið

Það er ekki mikið eftir af þessari viðburðaríku önn, við förum heim á morgun - sem þýðir að það er nóg að gera í dag.
-
Vínarborg á aðventu er alveg einstök, það eru jólamarkaðir á hverju torgi og tilheyrandi skraut og gleði. Svo skemmir sætur ilmur af Glühwein ekki fyrir. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að ferða- og kaupóðir íslendingar skuli ekki streyma til Vínar um þetta leyti - en líklegast á höfuðborg Habsburgaranna ekkert í Mall of Amerika og svoleiðis undur.
--
Ég sendi Der Standard tölvupóst um daginn og sagði að ég vildi ekki fá dagblaðið til mín þá daga sem ég verð heima. Þá buðu þeir mér skemmtilegan díl, að ég gefi blaðið mitt til heimila sem að fá ekkert blað en vildu það gjarnan, eins og athvarfs fyrir heimilislausra eða "Konukot". Að sjálfsögðu tók ég þessu boði enda er sælla að gefa en þiggja.

1 ummæli:

E sagði...

Sæll Lárus!

Biður þú virkilega um að fá ekki sent dagblaðið þegar svo vill til að þú ert heima hjá þér? Það finnst mér skrítið.

En ég er greinilega að misskilja þig vísivitandi (ég geri víst mjög mikið af slíku). Annars sjáumst við vonandi kátir á Akureyri um jólin!