miðvikudagur, febrúar 13, 2008

ljómandi hress...

Ég hef aldrei heyrt neinn afneita "ellefta september" eins og Egill Helgason segir á bloggsíðunni sinni. Aftur á móti er ótrúlegt ef að fólk efast ekki um upplýsingarnar sem að "liggja" fyrir og hvernig málið hefur verið skoðað. Það er að mínu mati einfaldlega barnalegt að taka við tyggjóklessunni frá Kananum og jórtra glaður á henni. Það þýðir samt ekki að ég styðji hryðjuverkamenn eða hafi óskað eða óski enn 3000 N.Y. búum dauða. - Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni og framkvæma í dag og í framtíðinni þá er það að efast, spyrja spurninga og leita svara. Ekki segja já og amen við öllu sem okkur er sagt og sérstaklega ekki ef það skiptir sköpum fyrir framgang heimsmálanna.
Það afneitar enginn 9/11 en það er skynsamlegt að velta því fyrir sér, leita upplýsinga, EFAST, vega og meta, e.t.v. kemst fólk svo að sömu niðurstöðu og Bush og Egill Helgason og kanski ekki.
-
Ég skrifaði grein á politik.is um daginn, þið getið lesið hana þar. Í þessari mjög svo stuttu grein vildi ég bara hvetja fólk til að tala um innflytjendamál, ekki fela þau og leyfa rasistum að sjá um umræðuna því það er að mínu mati stórhættulegt. Við verðum að tala um hlutina og þegar einhver segir að útlendingar séu fífl, þá verðum við að benda því fífli á að hann sé fíflið á málefnalegan og rökstuddan hátt.
Við vinnum ekki á nauðgunum með því að vorkenna fórnarlambinu og tala ekki um hlutinn. Við þurfum að hlúa að fórnarlambinu og taka á gerandanum - en fyrst og fremst þurfum við að koma í veg fyrir að fleiri gerendur verði til.

Lalli

Engin ummæli: