laugardagur, febrúar 23, 2008

the good life


Verkefnin sem voru með "dead-line" 21. febrúar eru blessunarlega komin til skila, annars væri ég í vondum málum. Ein ritgerð er eftir, en hún verður létt verk og löðurmannlegt. Ég á aðeins eftir að koma henni í form og þessháttar, en hún fjallar um velferðarríkið, uppruna þess og þróun. Svolítið annað en ég hef oft verið að vinna með, en það er líka áhugavert og spennandi að gera nýja hluti.
-
Húsið á bak við mig á myndinni er Leopold Museum, þar er stærsta safn Egon Schiele mynda í heiminum og nokkuð magn af Gustav Klimt líka. Við Eyrún tókum eftir því að hann Gustav bjó ekki langt frá nýju íbúðinni okkar. Hann var mikill snillingur og reyndar Egon Schiele ekkert síðri, þessir gömlu Vínarborgarar... Ég reyndar las það í grein að ungir menn á þessum tíma hafi verið svo uppteknir af því að vera gamlir og reyndir og listamannalegir að þeir ekki bara gengu í skósíðum frakka með hatta heldur lang flestir gengu þeir við staf, án þess að þurfa þess. Þeir höltruðu eins og gamal menni því það var kúl. Hégóminn er víst ekki bara nútíma fyrirbæri.
--
En núna ætla ég að haltra á markaðinn og kaupa góðgæti.

pís át
Lalli

Engin ummæli: