miðvikudagur, maí 07, 2008

Bumbus

Það er vitleysa að segja að það sé sárt að sakna, það er e.t.v. vont gott, en það er samt gott. Ég var núna á myspace-ferðalagi, eitthvað sem ég geri sára sjaldan, en það var ljúft og ég saknaði þess að geta ekki vitleysast með strumpum af fróni. Ef ég hefði ekki saknað þeirra hefði ég aldrei kíkt á síðurnar og brosað yfir því hvað þeir eru töff og miklir nördar.
Svo er líka gott að eiga hjá mér hérna úti besta vin, unnustu og tilvonandi barnsmóður í sömu manneskjunni. Jámm, fyrir þá sem ekki voru búnir að frétta af því þá eigum við Eyrún von á bumbusi í heiminn, eða núna er viðkomandi Bumbus, en verður svo sjálfstæður, lítill og sætur einstaklingur í byrjun október. Sem sagt spennandi tímar framundan.
-
Síðustu mánuði hef ég verið við og við skrifað greinar á politik.is, ekkert nema gott um það að segja - enda á maður að taka þátt í umræðunni ef maður hefur áhuga á henni.
En ég er oft í erfiðleikum með að setja greinarnar í rétt form, þær verða stundum hálf þurrar og leiðinlegar. En það kemur allt með æfingunni - áður en þið vitið af verð ég meistari!

Lalli

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ lalli minn,

langt síðan síðast en ég verð bara að óska ykkur skötuhjúunum til hamingju með óléttuna! Þið eru klárlega ætluð í þetta hlutverk!

kv Lafa

Nafnlaus sagði...

Til lukku frændi... þetta eru magnaðar fréttir... Hlakka til að sjá ykkur heima í sumar...

K.kv. frá dk

Geir Ármann

Anna C sagði...

Innilega til hamingju með barnið... þið verðið að bjóða mér í heimsókn, sérstaklega þegar krílið er komið :)

knús,
Anna Vínarbúi