fimmtudagur, apríl 17, 2008

íslenska + þýska = ?

Ég er ekki frá því að málfari mínu, stíl og stafsetningu hafi hrakað á þessum vetrum hér í Vínarborg. Scheiße! En sem betur fer hefur mér farið fram í þýsku á þessum tíma, annað væri nú líka lélegt.

Ég veit að það má ekki alltaf leggja saman tvo hluti og fá óhjákvæmilega út þann þriðja, en á sama tíma og íslenskunni hefur hrakað og eftir því sem ég hef verið lendur hérna úti, þá fækkar að sama skapi þeim sem heimsækja síðuna mína. En það þýðir ekki að gráta það, enda fullorðnast ég sem aldrei fyrr þessa dagana orðinn íbúðareigandi og margt merkilegra á leiðinni.

kv.
Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fullorðnast smullorðnast. feitt eista, segi ég, eða fín frú fretar á bókasafni, óvart. teikitísí kammerat.