miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Frá degi til dags



Góðann dag,

Ég er búinn að vera lasinn í gær og í dag, eitthvert helvítis slen í mér. En það er að líða hjá, hægt og bítandi, svo ég verð ferskur í kvöld og frískur á morgun.

Áðan kom maður í heimsókn hérna niðri í kjallara í Eyrarlandsveginum, hann bauð mér góðann dag og sagðist heita Davíð (minnir mig) og sagðist hafa tekið sér tíma í dag til þess að tala við fólk um Biblíuna. Mér þótti þetta mjög snjallt hjá manninum, taka sér frí frá vinnunni til þess að tala við fólk. Ég sagði manninum frá því að ég hefði ekkert farið í vinnuna í dag svo ég væri ef til vill ekki í sem bestu ástandi til þess að ræða við hann um sín áhugamál. Þá bauð hann mér bæklinga um það sem hann ætlaði að tala um, þrjá bæklinga. Einn þeirra heitir "Bók fyrir alla", næsti "Vaknið!" og sá þriðji "Varðturninn, - Kunngerir Ríki Jehóva" en framan á honum stendur einnig Ættirðu að óttast dauðann?
Ég dauð sé eiginlega eftir því að hafa ekki rætt við manninn, tja og þó... Kanski hefði ég átt að bjóða honum upp á hafragraut, maður kann sig ekki.

Í dag var Litáhinn frá Kaunas sýknaður af ákærunni um að hafa flutt inn til landsins brennisteinsýru til þess að framleiða Amfetamín. Þessir gaukar, lögreglan var víst of fljót á sér og þess vegna fær dópsalinn, sem kemur frá alræmdasta framleiðslubæli fíkniefna í Evrópu að labba burt.
Ég veit ekki hvað skal segja um þetta.. Gaurinn var búinn að koma þrisvar sinnum til landsins á nokkrum mánuðum, kanski er hann bara misskildur íslandsvinur, eins og Elton John.

Engin ummæli: