mánudagur, september 05, 2005

jæja jájú, jamm og jú

Ég biðst afsökunar á því að hafa skrifað góðann daginn síðast, svona geri ég stundum. E.t.v. af fáfræði ellegar klaufaskap, en svona er ég brothættur lítill drengur.
Þessi brothætti litli drengur er á leiðinni út í heim, sumir kalla heiminn, "hinn stóra heim", en ég veit ekki hvort til séu aðrir heimar og hvað þá að ég viti nokkuð um stærð annarra heima. Í rauninni veit ég mest lítið um slíka hluti, vitneskja mín er á afar takmörkuðu sviði, en svona er ég bara lítill "heimskur" drengur í heimi.

Vandamál heimsins, er ég ekki vanur að fjalla um þau? Vandamál liðinnar viku, fellibylur við mexíkóflóa, 1000 létu lífið á brú í Írak, bruni í París, flugslys, ekkert fjallað um fellibyl í Kína (og fleiri Austur-Asíu löndum) og það virðast vera tveir lélegir frambjóðendur í Þýskalandi.
Af nógu er að taka, fellibylurinn sýndi svart á hvítu að í Ameríku vantar allt "social" eitthvað, bjargið sér hver sem getur stefnan sýnir vanmátt sinn. Í kjölfarið er talað um ránsöldu, en e.t.v. er rauninn sú að fólk var fyrst og fremst að stela mat og vatni!
Brú í Írak, hryðjuverk? Tilviljun? Eða einfaldlega harmleikur, líklegast, með blandi af hinu.
Brunarnir í París, þá skilur maður varla, eru þetta íkveikjur? Hlýtur að vera tilviljun af þessu tagi væri ótrúleg.
Fellibylurinn í Kína gerði minni urlsa, þó svo að kona í minni vinnu hafi sagt að milljón hafi farist..sko milljón eð'eikkað..ojjj.
Lélegu frambjóðendurnir í Þýskalandi eru eiginlega ekki vandamál, bara hversdagsleikinn, Bush og Kerry.. ect.

takk fyir og bless

Engin ummæli: