Evrópa hefur undanfarið verið að undirbúa komu okkar Eyrúnar, við erum tilbúin og því þurfti aðeins að baka fleiri brauð og auka við slátrun á nokkrum stöðum til að anna eftirspurninni sem fylgir okkur. Heyrst hefur að milljóna tugir munu á næstu dögum flytjast búferlum og þar með fara nær okkur skötuhjúunum.
Nei, þetta er nú ekki alveg satt, en við erum að minnsta kosti að verða tilbúin.. svona allt að því tilbúin.
Síðan að við Alti ræddum vandamál heimsins sitjandi efst í kirkjutröppunum við Akureyrarkirkju, þá hef ég mikið velt fyrir mér fréttaflutningi hjá okkur og þeim málum sem við viljum fylgjast með. Það sem gerist í stjórnmálum Vesturlanda, auk hryðjuverka, glæpa og náttúruhamfara eru þeir atburðir sem við fáum fréttir af. Ef að svokölluð gúrkutíð er í þessum fréttum, þá kippa fréttastofurnar inn fréttum af hungursneyð og vosbúð frá fjarlægum og framandi löndum.
Að sama skapi virðumst við beina okkar auka orku í átt til þess sem okkur er sagt að séu mest aðkallandi málefnin, en gelymum hinu, nema kanski þegar að gúrkutíðar fréttamennskan hefur áhrif á okkur.
Það sem jók ennfrekar á þessar hugsanir mínar var myndin Hotel Rwanda, sem sýnir hvernig þetta virkar í raun og veru.
Það er svo lítið mál að vera svartsýnn og dapur yfir heiminum, þess vegna reyni ég að tileinka mér bjartsýni, þó svo að ég þurfi oft að plata sjálfan til þess.
Lárus, ritstjóri la-rusl
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey! ég þekki austurríkismann sem er núna ábyggilega kominn aftur heim til Vínar. Hann var sko á sínum tíma að vinna í búð þar sem seldir voru sveppir og sýra og allskyns svona gotterí. Get örugglega plöggað það, veeeiii. Svo er hann líka með gataðan pung, tvígataðan minnir mig, hann sýndi mér það sko, ásamt öllum sem sjá vildu, ég vildi það eiginlega ekki. Vááá, góð saga.
ég er að hugsa um að hitta hann ekki, en ef svo virkilega, andskoti óheppilega vill til, þá skila ég kveðju.
Skrifa ummæli