þriðjudagur, desember 06, 2005

hvað er heim?

Helgarferðin var yndisleg, fórum af stað klukkan 20.30 frá Wien og héldum af stað til Essen, við sváfum(n.b.) í kojum í 6-manna vagni og höfðum það bara náðugt. Komum svo til Hönnu, Dóra, Maju skvísu og ofur-Torfa Geirs rétt um 10. Jólamarkaður og rólegheit á föstudeginum, handboltaleikur og pitza á laugardeginum, Köln á sunnudeginum og krakkar knúsaðir á mánudeginum. Á jólamarkaðnum náðum við okkur í jólastemmingu, handblotaleikurinn kom okkur í stuð þó að Dóri hafi verið tekinn úr umferð í rúmlega 40 mínútur og Dragunski fengið skot í augað frá eigin(gjörnum) leikmanni. Köln var svo wunderschön og kirkjan þar er engu lík, nema þá Stephansdom hérna í Vín.
--
Æj blessaður slepptu þessu bara: urraði ljónið Sigurljón á páfagaukinn
slepptu þessu?: æpti páfagaukurinn Laugaukur á ljónið

Sum í hópnum mínum eru páfagaukar, það tekur þá alltaf tvær til þrjár tilraunir að skilja allt. Stundum svara þau líka ólógískt og Torfi Geir, "Was sprechen politiker aus seinem land über?" svar " Ja"... og svo þarf að að spyrja aftur og aftur...
Annarrs átti Torfi Geir mjög gott svar um helgina, eftir að hann ropaði og pabbi hans spurði: "Torfi, hvað segir maður þá?" - "Meira" sagði ofur-Torfi.

-

segir Lalli

Engin ummæli: