miðvikudagur, desember 14, 2005

á leiðinni heim, til fallega fólksins

Ætli ísland sé ekki eitt af fáum, ef ekki eina, landið í heiminum þar sem fegurðarsamkeppnir jaðra við að vera hápólitískt málefni? Helstu blaðamenn og sjálfskipaðir besservisserar landsins (þar með talinn ég) keppast við að hampa eða hrópa á hina nýkrýndu ungfrú heim. Spurningum eins og hvort sé hægt keppa í fegurð er skellt fram og hvort einhver muni eftir ungfrú heimi frá því í fyrra? Hverjum er ekki sama hvort einhver muni eftir ungfrú heimi eða ekki, hverjum er ekki sama hvort það sé hægt að keppa í fegurð eða ekki? Er í alvörunni svona lítið af vandamálum í heiminum okkar að við einbeitum orku okkar að því að velta okkur upp úr hæfileikakeppnum? Eða nennum við ef til vill ekki að kafa dýpra? Er það í alvörunni þess virði að bauna á forsætisráðherra (12% þjóðarinnar) fyrir að óska stelpunni til hamingju? Hvernig væri að hefja frekar baráttu fyrir því að halda táningspitlum og -stúlkum á Íslandi frá soraklámi sem ruglar bara í haunum á þeim? Eða kanski af alvöru hjálpa vanþróuðum og þróuðum ríkjum þar sem hvorki konur né karlar hafa það frelsi að geta tekið þátt í fegurðarsamkeppnum eða hafa yfirhöfuð FRELSI. Sá peningur sem þeir "erlendu" verkamenn, sem oftar en ekki hafa lág laun, senda heim til sín frá Evrópu á hverju ári er meiri en sá peningur sem ríkin og stofnanir innan þeirra gefa árlega.

Ef við skrifuðum lista yfir vandamál heimsin, ætli fegurðarsamkeppni væri í topp tíu? Myndi manni yfirhöfuð detta það í hug? Efast um það...

Lalli ljóti

Engin ummæli: