sunnudagur, desember 11, 2005

ísbjarnadjús!

Í dag var jólaball hjá Íslendingafélaginu í Vínarborg, fyrst var spjallað smá og heilsað upp á samlanda. Síðar hófst kökuát, hnallþórur, vöfflur og tilheyrandi ákaflega ljúft allt saman. Þegar að börnin byrjuðu í leikjum, stólaleikur fór fram ásamt öðru. Svo byrjuðu börnin að syngja og dansa í kringum jólatré, hurðum var skellt og snarvitlaus jólasveinn ruddist fram í miðju lagi en snéri síðar við og gekk aftur út úr salnum, börnin hrópuðu á eftir honum. Jólasveinninn sneri við og hagaði sér undarlega, kvaðst heita Gáttaþefur og hafa ruglast. Að lokum áttaði blessaður sveinninn sig á því að hann væri á réttum stað og sagðist vera þar í tvennum tilgangi, annarrs vegar væri hann kominn til að dansa en hins vegar kominn til að færa nokkrum einstaklingum jólakort: Pálmi Gunnars var ekki á staðnum, ekki heldur Jón Ólafsson, svo að næsta kort fór til "gaursins sem spilar á meðan að við dönsum í kringum jólatréð" og restinni stakk hinn þjófótti jólasveinn í vasann. Að venju fékk hann að dansa og syngja í smá stund, en síðar tók hann pokann sinn og gekk á dyr! Börnin hrópuðu aftur á hann og spurðu hvort hann ætti ekki eitthvað í pokanum, þá dró hann upp Landsbankablöðru, hjólapumpu, herðatré, tóman sjampóbrúsa, sólgleraugu og sokk! Eitthvað þótti þetta undarleg samsettning í jólasveinapoka, en á endanum fann hann íslenskt sælgæti og rétti glöðum og góðum börnum á öllum aldri poka sem fékk þau til að brosa. Svo ranglaði hann í burtu glaður í bragði...
--

Annarrs var helgin yndisleg við keyptum gjafir og góðgæti. Svo fékk Eyrún snemmbúna afmælisgjöf:) Snjóbretti, bindingar, skó og tilheyrandi! Það verður svo gaman að fara í fjallið með henni.
Við förum heim á föstudaginn og ef allt gengur samkvæmt áætlun þá komum við til Akureyrar klukkan 20.30.

Engin ummæli: