miðvikudagur, janúar 31, 2007

Að lokinni prófatíð

Þá er ég búinn að klára þessa prófatíð, hún var stutt en ég á líka eftir að skrifa 3 ritgerðir sem ég á að skila á næstu önn. Reyndar grunar mig að ég eigi eftir að taka eitt af þessum prófum aftur, helvítis Politische Theorien, hljómar einfalt og er það líka, nema fyrir mig sem þarf að læra tungumál á meðan ég skil og get skilgreint hugtök, kenningar og hvað þetta heitir allt saman. Í því prófi svilduðu samnemendur mínir svo mikið að mig blöskraði, virkilega, ég sem var e.t.v. sá eini sem hefði getað með einhverju móti "mátt" svindla gerði það að sjálfsögðu ekki. Í prófinu sem ég var í í morgun var þannig uppbyggt að þú getur ekki svindlað, það má taka allt með sér í prófið sem að mögulega gæti hjálpað þér. Prófið, í Politik und Recht, snérist sem sagt ekki um að muna uppbyggingu stjórnkerfa, stjórnarskráa, alþjóðalaga, o.s.frv. heldur að vera klókur að bera þetta saman og geta lesið út úr uppbyggingunni hvernig hún er og þesshátta. Ég held að ég hafi staðið mig ágætlega, vona það besta að minnta kosti. Fyrsta prófið sem ég fór í var auðvelt, Historische Grundlagen der Politik, ég vona að ég fái a.m.k 2 í því.
Kerfið hérna er þannig að einkunnir eru gefnar frá 5-1 og 1 er best, 5 er fall, 4 er slef, 3 er ágætt og 2 er líkast til aðeins meira ágætt.
-
Þvílíkur leikur í gær! Ég vorkenni "strákunum okkar" alveg heilan helling. Eftir að Baunadruslurnar skoruðu síðasta markið hélt ég að ég yrði ekki eldri. En slökunartónlist og róleg öndun reddaði lífinu mínu og því að ég gat haldið áfram að læra eftir leikinn.
-
Núna í febrúarfríinu okkar verður nóg að gera, við þurfum að læra helling, ég að skrifa ritgerðir og Eyrún æfa sig daglega því hún fer í stórt próf í vor. Svo förum við til Hönnu og co . í Essen í tæpa viku og heim yfir góða helgi. Á milli þess förum við í ræktina, kaffihús lesum jólabækur (sem við eigum ennþá inni:)) og njótum þess að vera í Vínarborg.
-
Svo ætla ég líka að vera duglegur að blogga, þætti líka væntum ef einhver kommentaði á þetta hjá mér. Þó svo að þið gerið það ekki þá skiptir það ekki, Íslenska-, Ameríska- og Austurrískaleyniþjónustan skoðar þetta.

Kex í baði,
lalli

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Okkur er farið að hlakka all svakalega til að fá ykkur í heimsókn. Krakkarnir telja alveg niður dagana. Og Dóri getur ekki beðið og spyr á hverjum degi hvenær þið eiginlega komið... :P
Þið eruð dugleg og gott að heyra að prófin gengu vel.
Stóra sys

Nafnlaus sagði...

573-522-1256
347-423-2377
384-386-8886

Ég sendi þér hugskeyti svo þú getir ráðið þetta. Nema Gestapó geti interseptað þetta líka bölvaðir, nei ég meina blessaðir.

Ekki vera Vanilla Disco maður minn þó ekki sé kvittað, maður kíkir nú á hverjum degi til að fá fréttir af vígstöðunum hómí. Þú ert ekki gleymdur, sei sei nei.

Það er um að gera að svindla maður, pólítísk rétthugsun ken ónlí get jú ðet far, svindl og bekksteb kemur þér á leiðarenda. Það segja þeir allavega í viðskiftafræðinni í háskólanum gæti ég best trúað, einhversstaðar hljóta menn að læra þetta. Trúi ekki að þetta sé meðfætt.

Kysstu frúna frá mér og fáðu þér einn kaldan í mínu nafni.