miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ruhrgebiet -Metropole

Tvær myndir: An Inconvinient Truth og Blood Diamonds.
Fyrri mjög góð til að fá upplýsingar um loftslagsbreytingarnar og sjá að við öll berum ábyrgð og getum gert eitthvað til að hjálpa.
Seinni mjög góð en líka mjög ljót, e.t.v. vegna þess að hún sýnir heiminn eins og hann er, hún segir manni líka að við öll berum ábyrgð í málum sem að við skiljum kanski ekki fullkomlega. Það eru nefnilega þessir hvítu-ríku-kallar sem hafa verið með skítugu lúkur sýnar mitt inní í nánast öllum átökum sem við þekkjum. Það er samt óneytanlega leiðinlegt að fara í bíó og missa trúna á mannkynið, en við erum bara svo vitlaus á köflum , ef ekki öllum köflum.
-
Þegar að við höldum að við gerum allt rétt, politically correct, þá erum við samt svo illa upplýst og með fáa möguleika til að gera eitthvað í málunum að við getum ekkert gert. Neytendasamtök eru engan vegin að standa sig og hafa ekki náð að skapa sér nógu stórt vinnusvæði. Hversu margir myndu til dæmis minnka kjúkklinga át í Evrópu ef allir vissu að sojabaunirnar sem að notaðar eru til að fæða kjúkklingana koma frá Amazonsvæðinu í Brasilíu, þar sem regnskógur er tættur niður svo að við fáum ódýran kjúkling. Þetta væri gott verkefni fyrir neytendasamtök, ekki aðeins geta reikið vöruna til bóndans sem ræktaði kjúklinginn, heldur alla aðra vörur sem notaðar eru í framleiðslunni. Ég kæri mig ekki um að vera saddur ef að Regnskógar hverfa í kjölfarið.
Ef til vill er lausnin við þessu bara bylting.
-
Pælið í því ef að allir peningarnar sem að Bandaríkjamenn hafa eytt í Íraksstríðið hefðu farið í mannúðarstarf? Skólabyggingar? Brunna? Læknastöðvar? .. þessi auma veröld.
-
Á eftir förum við Eyrún til Essen og hittum alla þar! Það verður gaman, það er svo langt síðan við höfum farið til þeirra, núna verðum við frá fimmtudagsmorgni til þriðjudagskvölds og höfum það gott. Maja og Torfi Geir verða pottþétt í stuði og Hanna og Dóri líklega líka, okkur hlakkar til að koma í morgunmat á morgun hjá þeim.
-
Ástar- og saknaðarkveðjur til þeirra sem þekkja mig,
Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú mátt ekki missa trúna á mannkynið lalli minn, ertu búinn að gleyma öllu því góða, eins og fyrsta píanókonserti tsjækovskís, 3 feet high and rising með de la soul, abc barnaþorpum, zorró og randveri þorlákssyni? vertu hughraustur ljúflingur.