fimmtudagur, janúar 11, 2007

Nýtt! nýr nútími

Nýtt ár. Nýr Lalli. Það besta við nýja árið, ef að maður skildi ágætlega við það gamla er að maður getur byrjað upp á nýtt, með ný markmið og leyft nýjum hugmyndum að ráða.
Ég fór í tíma í morgun og skilaði síðasta verkefninu mínu í þeim tíma í gærkvöldi, svo seinni partinn fór ég í annan tíma en kennarinn vildi ekki kenna, hann vildi taka þátt í þeim mótmælum sem að staðið hafa yfir undanfarna daga hérna í Austurríki. Þannig er mál með vexti að kosningaloforð SPÖ (sósíaldemókrata) var að afnema skólagjöld á háskólastigi, sem síðasta ríkistjórn kom á og það var þeirra kosningaloforð og það átti að gerast strax eftir að þeir kæmust í stjórn. En þegar að á hólminn var komið og SPÖ áttu engan annan kost en að mynda Stórbandalag með ÖVP (Þjóðarflokknum) og í þeim viðræðum tókst ekki að koma í gegn afnámi þessara gjalda. Ein hugmyndin sem að sett var fram var sú að þeir sem ekki gætu borgað skólagjöldin (ca. 400€ á önn) gætu unnið fyrir þeim með 60 stunda "samfélags"vinnu = 6.5€ á tímann eftir skóla. Þeir fátækustu ættu sem sagt að vinna samfélagsþjónustu til að geta lært. - Afhverju borga þeir þetta ekki með sumarlaununum sínum? Hvað með námslánin? Kerfið er ekki það sama og heima og það er ekki alltaf hægt að stökkva inn á næsta vinnustað og fá vinnu eins og heima.
Ég reyndar stoppaði stutt við núna, þar sem ég þarf að klára verkefni fyrir morgundaginn en þessari baráttu austurrískra námsmann fyrir jöfnum tækifærum til náms er ekki lokið, svo að ég læt ef laust sjá mig næst. Kennarinn sem að fékk okkur til að ganga út úr tíma, sagði okkur meðal annarrs frá því að stofan sem við værum í væri skráð fyrir 160 manns en þegar Leopold Engleitner, sem ég sagði frá um daginn, spjallaði við okkur voru 400 manns í stofunni. Skólinn minn er stór, það eru 60- 70.000 nemendur í honum, en mér líkar vel við hann, þó að það sé annað að vera í stórum sal en ekki eins og í Unak þar sem voru e.t.v. 6 í Nútímafræðitímum.
-
Svo er ég búinn að lesa mikið um Amazon frumskóginn undarfarið og ætla að leita mér að frekari upplýsingum um vandamálin þar. Skógurinn er tættur niður fyrir sojabaunir sem fara á evrópumarkað. Æj hvað það er nú gott hugsa sumir, það getur ekki verið mikið, það eru svo fáir sem borða Sojabaunir... Nei ekki alveg, þær eru notaðar sem fóður fyrir t.d. kjúkklinga. En ég þarf smá meiri upplýsingar og tíma til að vinna úr þessu máli, sem undarlegt en satt virðist ekki brenna á Græningjum Evrópu...

Lalli á spani

Engin ummæli: