laugardagur, desember 30, 2006

Ár


Á þessu ári trúlofaði ég mig, við Eyrún fluttum í fallega íbúð og ég byrjaði á fullu í háskólanum í Vínarborg, fyrir mína parta þá er þetta ár gott ár og ég varð að betri gaur á þessum 12 mánuðum. Vonandi verður árið 2007 jafn gott fyrir mig, en um fram allt vona ég að það verði betra fyrir heiminn, fyrir jafnrétti og frið í honum. Árið 2006 endar engu að síður ekki á þann hátt að við getum vonað það. Síðast liðna nótt var Saddam Hussein myrtur, þeir sem að myrtu þann auma einræðisherra gerðu það í nafni frelsis og réttlætis. Morð kalla venjulega ekki á frið og sættir, hví ætti þetta morð að gera það? Hlýnum heimsins er vandamál sem við vitum öll af, en samt er bara rætt um það, en ekkert gert, hvergi nokkursstaðar.
Í síðustu Gallup könnum ársins er Sjálfstæðisflokkurinn með 38% en Samfylkingin aðeins með 24%, þetta þýðir auðvitað aðeins að allir þeir sem vilja sjá réttlátt samfélag þurfa að bretta upp ermarnar og hætta að rífast í öllum hornum og nota kraftana til þess að hlúa að öllum í samfélaginu. Þegar púðri, peningum og kröftum er eitt í að drepa 9 óæta hvali en 5000 börn eru fátæk þá þarf að skipta um stjórn. Við þurfum að taka höndum saman. Hætta að skemma fyrir hvoru örðu og breyta samfélaginu okkar.

Ég ætla að gera mitt til að og ég vona að þið gerið ykkar.

Sameinuð stöndum vér sundru föllum vér,
hjartans óskir um gleði- og friðarár.

Lalli

Engin ummæli: