mánudagur, apríl 23, 2007

hæj

Ef sá sem þetta les er ekki búin að fara inn á síðuna hennar Eyrúnar og hlusta á tónleikaupptökurnar hennar, þá skipa ég þeim einstaklingi að gera það strax og koma svo til baka og klára að lesa bloggið mitt. Það er einfaldlega hollt og gott fyrir hjartað að hlusta á Eyrúnu syngja.
--
Hægt og bítandi færast þingkosningarnar nær og alveg jafn hægt og bítandi verða mis-málefnalegir stjórnmálablaðrarar í sjónvarpsþáttum, í dagblöðum og á internetinu heitari og æstari yfir eigin snilld og því hversu flokkurinn þeirra er ótrúlega frábærir. Til að klára röksemdafærslurmar er svo bent á að ýmist vinstri eða hægri menn séu það ógeðslegasta sem fyrirfinnst í gjörvallri veröldinn og að lokum er fólk uppnefnt sem kratar eða kommar, græningjar eða femistar og svo fasistar og íhaldsfúskar og ljóskur. Ég þarf varla að taka það fram að ég er áhugamaður um stjórnmál, ég læri stjórnmálafræði og ég hef verið upptekinn af stjórnmálum frá því ég kastaði snjóboltum ofan af svölum Alþýðuhúsins á Akureyri í átt að strákum sem pissuðu á vegg bak við sjoppuna Turninn, þá fór fram einhver fundur Alþýðubandalagsins. Stjórnmál eru skemmtileg, málefnaleg umræða um þjóðfélagið er lykillinn að því að það verði betra, en það lykillinn að því að við getum gert það betra, er að hlusta á hvort annað, án þess er umræðan tilgangslaus. Ef ekki þá getum við alveg eins bara kastað snjóboltum eða handsprengjum hvort í annað. Ég varð bara að létta á mér eftir að hafa lesið nokkur mogga- og vísisblogg. Sem betur fer eru margir þeirra sem koma í spjallþætti betur að sér í mannasiðum en sumir bloggarar Moggans og Vísis. Það eru ekki gerðar merkilegar kröfur á þá sem vilja verða þingmenn og -konur en við skulum í það minnsta vona að fólk taki starfið sitt alvarlega og sé málefnalegra en sumt fólkið sem styður það.
-
Jeltsín er dáinn. Undarlegt hvað allir verða alltaf góðir þegar þeir gefa upp öndina. Hann er kallaður lýðræðissinni, hvatamaður frjálsra viðskipta og einkavæðingar í Rússlandi og frelsishetja. En var ef til vill bara popúlisti, þegar hann meikaði það ekki í Kommúnistaflokknum og Sovétið var að liðast í sundur greip hann tækifærið og seldi allt sem hann gat selt á spott prís til þeirra sem voru honum þóknanlegir.
-
Þangað til seinna..
lalli

2 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Mig langar að hafa þennan brennandi áhuga á stjórnmálum, en af einhverjum sökum leiðast mér þau frekar en hitt. Ég er svo óþroskaður. Kannski kemur þetta ef ég tek harða afstöðu og stofna Moggablogg til að bölsótast yfir andstæðingum mínum.

Lilý sagði...

Áður en ég álpaðist inná síðuna þína, kom ég við hjá Eyrúnu og þessvegna voru eyrun mín full af fallegum tónum á meðan ég las :) Hún fær að sjálfsögðu hrós í hattinn stelpan enda tókst henni sem endranær að skola stýrurnar burt úr augunum á mér, gott að vökva sálina svona í morgunsárið!

Kram í krús.. í ykkar hús.