mánudagur, apríl 30, 2007

1.maí

Einu sinni á ári fer fólk sem trúir því að frelsi, jafnrétti og bræðralag eigi að vera leiðarljós í samfélögum heimsins út á götu, allskonar fólk, frá flest öllum löndum, úr margskonar atvinnugeirum, misróttækt en allt þetta fólk marserar engu að síður saman - í alþjóðlegri samstöðu á degi verkalýðsins, alþýðunnar, fólksins. Í baráttunni fyrir þessum degi hefur fólk verið myrt, lokað inni, lamið og niðurlægt. Það að fara í kröfugöngu þýðir ekki að þú haldir að þú sér verkalýður, ein þjáð sál þúsunda frá þúsund löndum. Það þýðir að þér fannst baráttan sem þetta fólk stóð í þess virði að gefa henni tvær klukkustundir einu sinni á ári og minnast hennar. Ennfremur þýðir kröfugangan einfaldlega að þú vilt setja manneskjuna í fyrsta sæti, það er hægt að útrýma fátækt og það er meira að segja ekki dýrt, hugarfars breytingu þarf bara til. Vegna þess að kerfið okkar í dag virkar ekki fyrir fólk, bara fyrirtæki, peninga og tilbúinn hagvöxt - en án hamingjusamra jafnra borgar sem lifa í frjálsu samfélagi sem kemur vel fram við alla, óháð kyni, þjóðfélagsstöðu, heilsufari og aldri. Þá skiptir það bara engu máli.
-
Gleðilegan 1.Maí
Lalli

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert dreyrasjúklega epískur Lalli minn.

larush sagði...

og þú ógeðslega næs elli minn

Óli Sindri sagði...

Ég kemst því miður ekki í kröfugöngu í dag, en mér finnst samt fátt skemmtilegra en að kíkja á Ingólfstorg 1. maí og virða fyrir mér flóruna; kommana, barinn verkalýðinn og svo anarkistana sem standa aftast með "Frelsum garðklippurnar" skiltin sín. Það er epískt. Ja, geng ég svo langt að segja dreyrasjúkt?

Gott blogg, Lalli minn. Hvenær á svo að koma heim og kynna mann fyrir austurrískri bjórmenningu?

larush sagði...

það fer að styttast í það, 4. júlí lendi ég á Akureyri (undarleg dagsetning)... eini austurríksi bjórinn sem ég veit af í ríkinu er zipfer og hann er ömurlegur. Hérna heldur SPÖ stærsta útifundinn 100.000, kommarnir eru kanski 70 á nálægu torgi og rótæklingar labba um bæinn með lögreglufylgd seinni partinn eða um það leiti sem rjómatertuát hefst á fróni..

Nafnlaus sagði...

Zipfer er dottin úr sölu ...

Fyrrum Kupkabúi ...

BurnPTCruisers sagði...

Man,
I wish I could read Icelandic! Hope you're well, Lalli!

Abraços,
Jay