miðvikudagur, apríl 04, 2007

stubbaknús frá Knúti ísbjarnahún

Mikið rosalega eru stríð ljót, ég fór var að skoða tengil sem Atli setti inn á síðuna sína yfir á undermars.com, síðu þar sem hermenn í Írak birta sínar eigin myndir. Þar er hellingur af myndur af hauslausum búkum, hausum án búka og þar fram eftir götunum. - Ljótt og ekki fyrir viðkvæma.

Ég las nokkrar greinar um síðustu helgi í kynjafræðitímanum um Írak og Afganistan, í ljósi þess að ein helstu rök Bandaríkjamanna til að fara inn í Afgansitan var framkoma Talibana við konur. Reyndar voru stjórnin í Washington komin langt á leið með olíu- og viðskiptasamninga við Talibana á fyrri hluta ársins 2001, en hættu skiljanlega við það eftir 9/11, enda hafa viðskiptasamningar og sameiginlegir hagsmunir aldrei hjálpað þjóðum að hætta illindum og þessháttar. En aftur að konunum, feministasamtök í Bandaríkjunum höfðu bent Bandaríkjastjórn á ástandið í jafnréttismálum í Afganistan frá árinu 1996. Þessi feminstasamtök voru samt ekki rótæk, heldur meira svona liberal, en beittu sér engu að síður fyrir bættum hag kvenna í Afganistan. Miðað við hvað ég las í "Bóksalanum frá Kabúl" þá hefur ástandið ekkert skánað í Afganistan. Enda eru stríðsherrarnir í Norðurbandalaginu engu meiri herramenn, mannréttindafrömuðir eða jafnréttissinnar en Talíbanar. Ég skil aldrei afhverju stjórnmálamenn, úr upplýstum samfélögum, sem að myndu aldrei kenna barninu sínu að lemja gaurinn sem að var vondur við það. Telja að ofbeldi í alþjóðasamfélaginu sé raunhæflausn á vandamálum. Stjórnleysi Realista í alþjóðasamskiptum og -fræðum er ömurlegasta túlkun á samfélagi manna sem til er. Evrópa á róaðist ekki fyrr en allar þjóðirnar höfðu sameiginlegra hagsmuna að gæta. - Ef ég nenni skal ég skrifa betri grein um þetta síðar.. en núna verður þetta bara svona.
-
Núna eru páskarnir að koma. Því er fagnað víða um heim með auknu súkkulaðiáti, hvort sem eggið er tákn lífsins og sigurs þess eða bara gott á braðið. Á Íslandi virðast líka trúaðir og djammarar takast á um hvort sé mikilvægara að eiga frí eða fara á rall. Trúaðir vilja a.m.k. fá að hafa Föstudaginn Langa fyrir sig, en djammarar vilja halda brandarakeppni þá, miðað við hvað ég sá á einum fréttamiðlinum áðan. Í umræðum um fréttina kvörtuðu margir yfir frekju kirkjunnar að vilja halda í þessa frídaga, einn vildi fá að úthluta sínum "kirkju"frídögum sjálfur ásamt örðum frídögum. - Fyrir mér má fólk djamma og líka hugsa um flóknari hluti eins og trúmál, tilvist og gleðjast yfir gulum páskaungum. En er það samt fyndið að vera ekki trúaður, en vilja samt fá frídagana og flytja þá bara annað.. æj mér fannst það bara pínu kómískt. Sama manni finnst líklega ömurlegt að börn fermist og þyki ekkert verra að fá nokkra pakka með.
-
Annarrs förum við Eyrún til Essen á morgun, ég er alveg sáttur við þetta páskafrí...
-
ciao
Lallao

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá viðtal við Nenu (99 luftballons)á RTL áðan þar sem hún var að kynna nýjan grunnskóla sem hún ætlar að opna í haust. Þar eiga börnin að læra það sem þau vilja, þegar þau vilja. Hún bað fréttamennina að setja sig í spor barna sem þurfa að sitja liðlangan daginn og hlusta á kennara sem þau jafnvel þola ekki tala um hluti sem þau þola ekki og fá leyfi til að drekka, borða og pissa. Börnin í skólanum hennar Nenu fá kannski að slást í "frímínútum" og verða þá kannski búin að læra að það bætir ekkert þegar þau verða stór. Vonandi.

Unknown sagði...

"I play this German cow that can smoke with the hooves" ..............En lesist:
-æ plei ziss djerman káá zat kan smook wiz zie ghúffs -............ooo, góðir tímar og mörg hlátrasköll! koss og knúsar, Anna María