þriðjudagur, maí 29, 2007

af næs einræðisherrum og illa lyktandi mótmælendum

Hugo Chavés fer á kostum sem einræðisherra herstjórnar þessa dagana, reyndar er ljótt að segja að hann fari á kostum, 10 manns voru myrtir þegar þeir mótmæltu lokun einkarekinar sjónvarpsstöðvar í Venisúela. Þrátt fyrir þessi átök og þessa kúgun "Sósíalistans" Húgó heyrist varla hósti né stuna frá vestrænum fjölmiðlum, í það minnsta á Íslandi. Fyrir örfáum dögum þótti mbl.is frekar en Vísi það fréttnæmt að lögrelgumaður á frívakt í Chicago lamdi 15 ára ungling. Svipað má segja af herskáum palestínum mönnum, stundum palestínskum hryðjuverkamönnum og ísraelska hernum. Ef palestínskir hermenn myrða einstakling í Ísrael kallast það morð, en Palestínumenn þeir falla oftast. Því þeir falla í stríð, en hinir eru myrtir af hryðjuverkamönnum. Pútín Rússlandsforseti stendur fyrir pólitískum ofsóknum, kúgunum og morðum gegn þeim sem ekki eru honum sammála. Fjölmiðlarnir segja frá því en stjórnmálamennirnir þora ekki að kvarta því þeir vilja ekki loka á olíuflæðið. Vinstrimenn gagnrýna aldrei Kúbu af gömlum vana, þeir eru örlítið líklegri til að kvarta yfir Kína.
Fjölmiðlungar taka ekki upp á neinu nýju, þýða einungis fréttir frá AP, Reuters o.s.frv. Hvernig ætli fréttaveiturnar fái sínar fréttir, þýða þær úr fréttum annarra landa? Internet fjölmiðlar og ókeypis miðlar ganga bráðum af aðhaldi "fjóðra valdsins" dauðu, sundurtættu og óendurlífganlegu. Össur Skarphéðinsson segir frá því hvernig spurningar hann hefur fengið frá því hann varð ráðherra, ekkert efnislegt, bara bölvað blaður. En það er hvorki hægt né skynsamlegt að pína fólk til að lesa, skrifa eða spyrja einhvers sérstaks, sbr. dæmið með Venesúelska skógardýrið Húgó.
-
Eruð þið búin að lesa ykkur til um G8 og mótmælin tengd þeim lokaða einræðisherra fundi? (Ég bið ykkur samt fyrir alla muni að muna að þegar ég gagnýrni G8 - ég styð aldrei ofbeldi eða skemmdarverk)
Þýsk yfirvöld vita í rauninni ekki hversu margir láta sjá sig í þessum mótmælum, ég væri ekki hissa ef yfir 100.000 gagnrýnendur alheimsvæðingarinnar mættu á svæðið. Auglýsingar um rútuferðir frá Wien og Salzburg til Heiligendamm hafa verið uppi í skólanum mínum í töluverðan tíma. Þessar ferðir eru á vegum Attac samtakanna. Ég vil ekki lengaja þess bloggfærslu með því að lýsa hvernig þau eru, en hvet ég ykkur til að kynna ykkur þau. Flestir þeir sem mótmæla í Heiligendamm eru ekki eins og þeir eru rangnefndir í fjölmiðlum, andstæðingar alheimsvæðingar, heldur gagnrýnendur vilja þeir sjá sanngjörn viðskipti en ekki bara frjáls viðskipti. - Enda er það heimskulegt að þeir einu sem hafa alþjóðlegar reglur um sín mál séu þeir sem þeir sem stunda viðskipti, en þeir sem vinna hafi mismunandi reglur tvist og bast!
Eitt sem svipaðir hópar og þeir sem mótmæla innan tíðar í Þýskalandi klikka samt oft á er að gangrýna ekki alla sem mikið er að hjá. Þegar Bush kom til Vínar í fyrra og ræddi við Evrópusambandsmenn, þá héldu sameinuðust svona hópar um að halda ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Alternativas - eine andere welt ist möglich". Meðal gesta á þessari ráðstefnu var títtnefndur Chavés, hann arkaði þar um eins og Muhammed Ali á egótrippi og var fagnað eins og hetju. Ef svona mótmælahópar hefðu í andstöðu við Chavés viljað halda ráðstefnu í Venesúela, hefði lögreglunni líklega verið sigað á þá.
-
Það er enginn alslæmur, en allir eiga skilið gagnrýni og allir hafa rétt á því að gagnrýna.

pís
Lalli

1 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Stórfínt blogg og lokaorð sem vert er að vitna í á mannamótum og kokteilboðum.