miðvikudagur, janúar 09, 2008

hljóðheimur=ljósheima+hurð

Mikið er gott að vera kominn heim, þ.e. í íbúðina okkar í Vín - en það er líka alltaf svolítið skrítið að yfirgefa hinn staðinn sem við köllum heim. Ísland er yndislega skrítið og þær taugar sem maður ber til þess eru jafn skrítnar og það sjálft er skrítið. Við vitum öll hvernig það er - kalt, dimmt og blautt bróðurpart ársins og yfir sumarmánuðina vex þar gras og nýlega innfluttar haustplöntur frá meginlöndunum beggja vegna við okkur. Fólkið er líka (ég þar á meðal) undarlegt svo ekki sé meira sagt, en kanski er það einmitt það sem gerir landið gott. Á Íslandi er t.d. hægt að segjast hafa farið niður í bæ að skoða mannlífið og gera það í orðsins fyllst merkingu. Einfaldlega sitja á kaffihúsi og horfa á annað fólk. Frænka mín sem bjó lengi í Stokkhólmi þótti alltaf undarlegt að koma heim og labba niður Laugarveginn eða vera á öðrum fjölförnum stöðum því þar horfðu allir á hana og henni fannst eins og hún ætti að þekkja þetta fólk og heilsa því, á meginlandinu glápir maður ekki á fólk sem maður þekkir ekki. Nema ég, þegar ég er í Neðanjarðarlest, Strætó eða Sporvagni þá eru allir svo uppteknir við að horfa á nákvæmlega ekki neitt, að Íslendingurinn ég get leyft mér að glápa, en auðvitað bara pínu. Reyndar virðist það vera samþykkt af samfélaginu að dást að hundum og börnum í almenningssamgöngukerfi Vínarborgar, enda eru bæði hundar með múl og börn með snuð vita meinlaus.
-
Mætingin í íslensku tímana mína sló með í dag þegar að svo mikið sem núll nemendur mættu. Jón Bjarni Atlason íslenskukennar í Vín sagði mér þá að nemendur væru lengur í gang en við kennararnir.
--

vesist blesa,
lalli

Engin ummæli: