sunnudagur, mars 02, 2008

sólblómakjarnorka

Þorrablót Félags Íslendinga í Austurríki var haldið í gær. Að venju var vel mætt og mikið rætt og ótrúlegt en satt líka snætt. Kjammar, pungar og fleira fínerí rann niður með kollum af bjór hjá mjög svo svöngum blótsgestum. Við Eyrún röltum heim á leið um 3 leitið eftir að hafa skemmt okkur vel í hópi góðs fólks.
-
Ég hef aldrei verið jafn tilbúinn að takast á við nýja önn og ég er núna. Eftir að hafa skoðað þau fög sem í boði eru á þessari önn var ég meira en lítið spenntur og ég fann fjölmarga áhugaverða kúrsa, núna á ég bara eftir að raða þeim niður í góða og stóra stundartöflu.
--
Ég er búinn að vera að lesa nokkrar góðar bækur í fríinu og í gær vann Eyrún "Rimla hugans" eftir Einar Má í þorrablótshappadrætti, svo þar kemur ein til viðbótar sem ég get gætt mér á.

vesist blesa
Lalli

Engin ummæli: