mánudagur, nóvember 28, 2005

nýtt! sjálfvirkur íkveikjubúnaður fyrir munka

Í gærkvöld eignaðist ég nýja frænku:) Til hamingu Maggi, Heiða, Magnea Ásta og Ásgeir Snær með nýja fjölskyldumeðliminn! Við Eyrún getum ekki beðið eftir því að hitta hana um jólin og knúsa hana, en samt ekki of fast, við knúsum hina krakkana bara fastar. Svo fáum við smá forskot á sæluna í vikunni þegar við förum til Hönnu og Dóra í Essen.
--

Ég hef mjög gaman Staksteinum Morgunblaðsins, þessum nafnlausu eða ekki nafnlausu skotum á þá sem ekki eru vinsælir meðal ritstjórnar Moggans. Oftar en ekki fær Ingibjörg að heyra það, oftast lauma þeir inn í þessa steina sína að "enginn viti nú fyrir hvað hún stendur". Mér finnst þetta vera svolítið fyndið, að fólk eins og í ritstjórn Moggans skrifi dylgju vangaveltur um aðra íbúa landsins. Það er sérstaklega skrítið vegna þess að ritsjórn Moggans er frekar "flott" lið, svona semí þotulið, sem fær sjálfsagt boð um að mæta í stórafmæli landsþekktra og opnanir og frumsýningar á listviðburðum. Svo skrifa þeir svona nafnlausar niðurrifsgreinar um þá sem ekki eru þeim þóknanlegir, minnir kanksi pínu á nafnlaust comment á bloggsíðu eða símaat.
Staksteinarnir fara ekki fyrir brjóstið á mér, en hugmyndin að þeim er fyndin. Núna í dag fékk Dagur B. Eggertson skilaboð frá ritstjórninni um að hann ætti nú að bjóða sig fram í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og á sama tíma fékk Stefán Jón Hafstein skilaboð um að "enginn viti fyrir hvað hann stendur". Það eru eiginlega skilaboð um að ritstjórninni líki ekki vel við hann, ætli menn séu ekki velliðnir hjá Sjálfstæðisflokknum ef menn fá "það veit enginn fyrir hvað þú stendur" í Staksteinum?

Engin ummæli: