sunnudagur, febrúar 03, 2008

febrúar fyrir vinnufrídaga

Loksins! Febrúar er runninn upp, afhverju gleðst ég svo mjög yfir því? Át ég úldinn Schnitzel sem ruglaði þannig í líkamstarfsemi minni að ég sit hér í Bandgasse og fagna gríðarlega febrúar að tilefnislausu? Ekki er það nú svo gott, slæmt eða ágætt. Febrúar er einfaldlega fínn mánuður, því þá er ekki gert ráð fyrir því að maður mæti í tíma, ekki heldur að maður taki próf, en því frekar er gert ráð fyrir því að verkefni séu unnin og ritgerðir skrifaðar og ég er svo undarlegur að það finnst mér skemmilegt.
-
Fyrir utan verkefnavinnu þá má líka nota febrúar til annarra góðra verka, eins og að gera íbúðina okkar fínni, skoða nýfæddan pandabjörn í dýragarðinum í Vín, lesa góðar bækur (e.t.v. slæmar líka) og njóta þess að búa í fallegri borg. Miðað við allt það sem ég ætla að taka mér fyrir hendur veitir mér ekkert ef því að hafa páksana snemma í ár og fá örlítið marsfrí líka, svo ég geti hvílt mig eftir annasamt febrúar"frí".

Lalli

1 ummæli:

jóNi sagði...

hey, gleymdi netinu í nokkra mánuði,
til hamingju með febrúar.
Bless.

jón.