sunnudagur, apríl 06, 2008

eitt

Stundum er kvartað yfir kolefnisjöfnun, enn ofar er rifist um hvort eigi að gera eitthvað, s.s. spara raforku, bensín eða nota meira almenningssamgöngur, vegna yfirvofandi hlýnurnar jarðar. En svo er þessu öllu bölvað af snjéníum sem sjá það í hendi sér að þú getir bara ekki kolefnisjafnað þig sí svona og hlýnun jarðar sé bara gabb sett fram af pólitíkus í Bandaríkjunum og fégráðugum vísindamönnum.
Ok, gott og vel segjum sem svo að kolefnisjöfnum virki ekki og þetta "klimawandel" sé bara gabb. Þá mælir samt ekkert á móti því að planta trjám og vernda regnskóg - þó svo að fólki finnist kolefnisjöfnun heimskuleg. Það að spara orku, ganga frekar en aka bíl eða nota hjól og almenningssamgöngur, er að sama skapi frábært - burt séð frá því hvort heimurinn farist eftir 100.000 milljón ár eða 100 milljón ár. Ef hlutirnir fara svo eins og þessir fégráðugu vísindamenn halda fram, þ.e. að þeir hafi ekki verið að gabba, þá hjálpar allt við að draga úr vandanum.
Sama hvort vandamálið er til staðar eða ekki til staðar, þá sakar ekkert að hugsa um umhverfið - það skemmir ekki neitt.
Svo er það ekkert nema frábært að fyrirtæki séu tilbúin að planta trjám í skiptum fyrir viðskipti, t.d. Krombacher sem verndar 1 fm af regnskógi fyrir hvern seldan kassa af bjór. Maður getur ekki annað en grætt, verndað umhverfið með því að drekka bjór? Ekkert nema snilld.

Lalli

1 ummæli:

Heimir Björnsson sagði...

Ekki drekka til að gleyma, heldur drekka til að vernda líf.