föstudagur, apríl 11, 2008

það er vor, sólin skín á himnum

Þáttakendum á Ólympíuleikunum í sumar verður bannað að vera hafa á sér fána Tíbets hvort sem er á keppnissvæðinu eða í Ólympíuþorpinu og þar með talið í sínum herberjum.
Stundum er sagt að Ólympíuleikar og raunar íþróttir yfir höfuð, séu yfir pólitík hafin. Það þýði ekkert að draga Ólympíuhugsjónina niður á það lága plan sem stjórnmál manna eru, því sú dyggð að hlaupa í hringi, synda og stökkva sé ofar argaþrasi hversdagsins. Ekkert í heiminum stendur samt sem áður eitt og sér, óháð umhverfi sínu - allt er háð einhverju öðru og Ólympíuleikarnir eru ekki undanskildir. Þegar íþróttahátíð er haldin í ákveðnu landi, sama hvaða landi, undir leiðsögn leiðtoga þess lands, þá er ekki hægt að aðskilja hátíðina og þá sem að henni standa. Ef þeir kjósa að banna ákveðna uppröðun lita áprentað á efni vegna þeirra hugmynda sem þeir litir tákna - eru Ólympíuleikarnir pólitískir.
Auðvitað er svekkjandi fyrir íþróttamenn að þurfa að hlusta á okkur hin ræða um það hvort þeir eigi eða eigi ekki að taka þátt í leikunum. En þeir standa heldur ekki fyrir utan okkur hin og utan mannlegrar samkenndar vegna þess að þeir eru íþróttamenn. Auðvitað er svekkjandi að stefna að ákveðnu markmiði, ná því og svo gætu pólitíkusar ákveðið að maður fái ekki að komast að leiðarenda.
En þeir mega heldur ekki gleyma því að þeir eru fyrirmyndir, ef að þeir sætta sig við mannréttindabrot afhverju ættu ekki aðrir að gera það líka.

Lalli

Engin ummæli: