fimmtudagur, september 29, 2005

Schülerduden!

Eftir annasama daga undanfarið þá tókum við Eyrún okkur nokkur veginn frí í dag, engin IKEA ferð, engin skráning og ekkert vesen. Við fórum reyndar til Vienna International Center (Sameinuðu þjóða byggingin) í dag og ætluðum að hitta íslenskan mann nafni Guðna Harðarson, en við mættum of seint og þá hann var farinn á fund svo það varð ekkert af því.

Þvottavélin okkar er komin á sinn stað, borvélin, skrúfjárnin, hallamálið og allt hitt dótið í sinn skáp og tölvan er komin á sinn rétta stað. Það eina sem vantar hér er sófi, sem á að koma á næstu fimm dögum, ef hann kemur ekki verð ég alveg snar-snæduvitlaus og bít í súrt epli!

Við ætlum ef til vill að reyna að komast í óperuna um helgina, og ef ekki þá kaupum við okkur miða á netinu fyrir einhverja sýningu fljótlega.

Það eru ótalmargir ógeðslegir karlar á sveimi í kringum miðbæinn og lestarstöðvarnar, auðvitað eru flestir þeirra bara venjulegar fyllibyttur, en sumir þeirra eru bara svo ógeðslegir. Einhvern tíman voru þeir sæt ungabörn, kanski voru stefndu þeir hátt en sitja núna á skítugum götum og betla. Við Eyrún sáum meira að segja einn gaur pissa við hliðina á glervegg hjá Westbahnhof, það þarf ef til vill ekki að taka það fram að þá sáu vegfarendur allt á kauða. Þar sem veggurinn var úr gleri, ok, nóg um það.

Ég skildi einu sinni eitthvað í Baugsmálinu, en núna? Gamlir tölvupóstar og hótanir fram og aftur, í nútíð og þátíð, þetta er undarlegt. Ef eitthvað af því sem þetta fólk segir er satt þá á einhver eftir að verða myrtur, það gerirst alla veganna í alvöru sápuóperum. Eða þá að einhver klóni Jón Ásgeir og skíri hann Jón Gerald, eða Jónínu Ben og segji að hann sé bara brjálaður og svo drepur hann sig, en bara í þykjó og kemur svo aftur eftir fimm ár og sakar Sturlu Böðvarðsson um að hafa stýrt þessu öllu.(skildu þið þetta? nei, gott ekki ég heldur)

Það verður eitthvað af viti að koma út úr þessum bloggskrifum bráðlega... svo er Eyrún búin að uppfæra myndasíðuna...
bæbæ, Lalli

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ef þú hittir gaur þarna í skrítnum litlum smekkbuxum lalli minn, ekki panika, það er bara týróli og þeir gera engum mein. nema sumir sem stofna nasistaflokka. annars er ég bara svaka spenntur að fylgjast með vínarlífinu þínu, það er svo fullorðins.

larush sagði...

ég sá einn svoleiðis gaur spila og singja fyrir framan Stephansdómkirkjuna í dag.. ég hætti mér ekki nálægt...

larush sagði...

ég hata innsláttarvillur!

Nafnlaus sagði...

Sæll Lalli minn. Gott að vita af þér á góðum stað í heiminum. Vín er góður staður. Gangi þér allt í haginn, vínarhaginn eins og sagt er.
Kveðja,
Egill hinn Weilski
www.tramplin.tk

Óli Sindri sagði...

Kannski eru fyllibyttur þeir einu sem skilja hvað lífið gengur út á, og hlæja að okkur hinum meðan þeir grilla fimm daga gamla vorrúllu yfir olíueldi í tunnu. Bara kannski.

Annars er yndislegt að fylgjast með þér Lárus minn, hvort sem er í Vín í Austurríki, eða Vín í Hrafnagili.