mánudagur, september 26, 2005

Öl-vín að verða fín...

Við erum búin að vinna í flest öllu hérna úti. Eyrún er búin að skrá sig í sinn skóla og á bara eftir að staðfesta/ákveða kúrsana sína. Ég aftur á móti kemst ekki inn í skólann sem ég ætlaði mér, þar sem ég tala ekki þýsku, ég bjóst við því að geta tekið innan skólans einhverja þýsku fyrir útlendinga en svo var ekki. Svo að ég er kominn í nýjan skóla, sem ber sama nafn og hinn, en er samt ekki hluti af honum... En hvað um það, ef til vill kemst ég samt á námslán, ef ekki þá verður hún Eyrún mín bara að bjóða mér í bíó í allan vetur. Eða eitthvað:)
Um síðustu helgi fórum við í lestarferð til Essen að heimsækja Hönnu, Dóra, Álfheiði Maríu og Torfa Geir. Það gaf okkur orku og við náðum að slappa af með tvo yndislega orkukrakka að "atast" í okkur og að hjálpa foreldrunum setja saman rúm, bora í veggi og öskra á handboltaleik. Dóri spilaði á móti Ibbenbürener SpVg o8, Tusem Essen vann! Eins og þeir hafa gert í allan vetur... Dóri var góður sérstaklega í seinni hálfleik, en þetta var samt erfitt hjá Essen... Mjög gaman að sjá Dragunski taka á mönnum í vörninni. Dóri var svo að segja mér að hann hefði tekið sófasettið hjá þeim einn úr gámnum og inn í hús og við erum að tala um mjög þungt sófasett.. gaurinn er rúmlega tröll...;)
Í dag fengum við sjónvarp, internet og síma mjög gott mál og dagskráin er bara fín, svo tók ég "inntöku"-próf í nýja skólanum mínum sem var til að sjá hvernig ég stend og viti menn ég var dæmdur í 3.stig eða miðstig. Konan sem talaði við mig var mjög ánægð með hvað ég var góður að tala, en ekki jafn sátt meðferð mína á þýskum sögnum.. eitthvað kannast ég við þetta en tókst að komast upp á 3. stig.
Svo erum við búin að vera heima og taka til, skúra skrúbba og bóna í allt kvöld. Á morgun förum við svo í skólana okkar að klára skráningu og fá frekari upplýsingar, eftir það er það IKEA ljúfa IKEA til að kaupa fallega og nytsamlega hluti og mat, því í IKEA hérna er hægt að kaupa norræna matvöru;) Eftir að leitum við að þvottavél.
Þetta blogg er það heimilislegasta í gjörvöllum netvöllum, kanski fyrir utan þessa.

Ég lofa að skrifa um eitthvað krassandi bráðum og svo skal ég bara horfa á fótbolta á mogun, Rapid Wien - Juve... og leikurinn sýndur á stöð sem við náum:)
Bless kex,
lali-baba

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki gera sömu mistök og ég og Bergþóra, að taka 3 tíma ferðalag til Ikea. Það er sérstakur Ikea strætó sem keyrir beint þangað...leytið upplýsinga! Svo segir maður ekki íkea í vín, það er ekki fínt, o altsooo iKea með ríkri áherslu á K-ið. Jújú alltaf að læra, alltaf að læra.
Lilja.

Nafnlaus sagði...

já alltaf hressandi að fara í IKEA, ég er búin að fara nokkrar ferðir síðan ég flutti til Reykjavíkur. ;) En hafið það gott.
Helena Hallgríms.