föstudagur, október 06, 2006

1 vika búin

Fyrsta vikan mín í fullu námi í Háskólanum í Vínarborg er liðin og í hausnum á mér liggur enginn vafi á því að ég stóð mig best allra í þessari viku og ég efast ekki um það að svo verði áfram.
-
Aldrei þessu vant hef ég verið að velta stjórnmálum fyrir mér, hérna í Austurríki og heima í Klakanum. Austurríkismenn eru núna að bíða eftir því að stjórnmálamenn frá Sósíaldemókrötum og Þjóðarflokknum komi sér saman um að starfa saman í stjórn, ef það gengur ekki þarf líklegast að kjósa aftur, því enginn myndi sætta sig við að fá yfir sig stjórn Þjóðarflokksins og rasistaflokkan tveggja sem eru viðurstyggileg samtök sem draga yfir sóðaleg málefnin sín lök í mildari litum, en hver sá sem sjá vill sér Rasismann og hatrið sem þeir boða.
Heima er ástandið skárra, en samt finnst mér sem einhver ólga sé undirniðri. Sumir í mínum flokki gætu farið að verða pirraðir ef ekki fer að ganga betur í að draga á Íhaldið, sem aftur á móti er orðið þreytt á því að við séum alltaf að skjóta á þá þegar upp kemur um svik þeirra og pretti í gegnum tíðina. Framsókn þarf að fá minnst þrjár auglýsingastofur til að fegra sína ímynd.

Ég er kátur en samt er svartsýni undirliggjandi hjá mér. Ætli það sé ekki bara veturinn sem er á leiðinni. Íslendingar eru snjallir að hafa kosningar á vorin, þá eru allir hressir.

Friður með yður
Surál da la-rusl ritstjóri.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.