föstudagur, október 20, 2006

Smjörklípusteiktur hvalur

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá kenndi Davíð Oddsson Íslendingum smjörklípu aðferðina í viðtali í Kastljósinu fyrir ekki alls löngu. Vafðist það fyrir ykkur hvernig þessi aðferð virkar í Praxis? Allt er um það bil að verða brjálað vegna leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins og þá er skellt inn hvalveiðimálinu. Tilgangslaust mál sem breytir engu nema því að Sjallarnir fá frið og tíma til að brenna skjöl í olíutunnum.
Hvalveiðar sitja undarlega djúpt í sálum Íslendinga, ég sá t.d. skoðanakönnun þar sem mikill meirihluti Íslendinga taldi að hvalveiðarnar myndu ekki skaða ímynd Íslands. Meirihluti Íslendinga virðist ekki fatta að það er ekki bara hryðjuverkamaðurinn Paul Watson sem er á móti hvalveiðum, RÍKISSTJÓRNIR Breta, Ástrala, Bandaríkjanna og Evrópusambandið hafa mótmælt okkur. Ekki það að við megum ekki fara geng því sem þeim er þóknanlegt, þá hefur þetta að sjálfsögðu áhrif á ímynd okkar. Þetta eru ekki bara Greenpeace (sem eru risa-NoGo-samtök) eða eitthvað þessháttar, þetta eru þjóðkjörnir fulltrúar annara landa. Auðvitað eru þeirra rök ekki fullkomin, frekar en okkar. Þetta skemmir bara fyrir því að hlustað sé á okkur, þ.e. að við hlustum ekki á aðra. Það er ekki sjálfsagður hlutur að hlustað sé á Ísland á alþjóðavettvangi og það bætir ekki fyrir þegar við látum jafn lítið mál og hvalveiðar trufla það. Hvalveiðar í vísindatilgangi voru ágætur millivegur í skrítnum heimi. Sú aðferð hefur undanfarið veitt okkur ágætt magn af hrefnukjöti, ég veit ekki til þess að það hafi verið skortur á því.
En aftur að smjörklípunni, sem betur fer eru hvalir sjávardýr og innihalda mikla fitu svo að smá smjöklípa rennur bara af þeim og við getum haldið áfram að rannsaka leyniþjónustumálið.

góðar stundir,
Lalli litli

2 ummæli:

Heimir Björnsson sagði...

ég hef stundum ætlað að þeyta rjóma en úr verður hálfgert smjör sem kemur mjög á óvart, sérlega þar sem að þeyttur rjómi og smjör eiga ekkert mikið sameiginlegt. Kannski varð Davíð að beita "ekki þeyttur rjómi heldur smjör" aðferðinni með því að upplýsa um "smjörklípu" aðferðina?
Þó þetta tengist nú ekki beint blogginu þínu nema kannski smá...

Nafnlaus sagði...

mér finnst það stórkostlegt að íslendingar eiga alla sína alþjóðahagsmuni undir því að dragi úr anarkisma í alþjóðastjórnmálum, en iðka hann sjálfir í praxís. við eru sjálfhverf blessuð þjóð, það megum við eiga. þú ert krútt lalli.