mánudagur, október 09, 2006

Samyrkjuþrotabú

Ég fór í fyrsta tímann á þessari önn í dag, ProSeminar Grundkurs Politischen Theorien, hann er alls ekki jafn flókinn og nafnið gefur til kynna. Það er að sjaldnast með nokkuð hérna í Austurríki, hlutirnir eru bara gerðir töff með því lengja og flækja nafnið. Reynar er ég bara að bulla, ég á það til stundum kemur það mér í klandur og ég segi upphátt hluti sem aðeins "vinnustaðagrínarinn" eða "Trúðurinn sem hafði ekkert að segja" úr fóstbræðrum myndu segja. Þá skammast ég mín og hugsa ég er ekki ég ég er annar það segi ég þér.
-
Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið leyniþjónustu í fjölmörg ár og njósnaði um hættulega vinstri menn. Líklegast hefur Bjarni Ben, pabbi Björns Bjarnasonar, þá verið ábyrgur njósnum um Einar Olgeirsson, ekki nóg með það að þeir hafi unnið á sama vinnustað, þá voru börnin þeirra Björn og Sólveig dóttir Einars leikfélagar. Ó þú litla Ísland. Einar er vafalaust einn þeirra stórhættulegu kommúnista sem höfðu mikil tengsl við Ráðstjórnarríkin, þó svo að hann hafi ekki verið einn þeirra sem hafi fengið þjálfun í vopnaburði. Einhver þau mestu illvirki sem hann framdi voru líklegast baráttufundir með verkamönnum og skrif um málefni jafnaðarstefnu. Meðal þeirra sem lærðu vopnaburð í Rússlandi var söguhetja bókarinnar Yfir Eborfljótið, hann fór til Spárnar til að berjast gegn Franco, þvílíkt og annað eins illmenni hlýtur sá maður að hafa verið, að vera til búinn til þess að fórna lífi sínu svo fasismi nái ekki fótfestu á Spáni.
Þegar um þetta mál hefur verið fjallað af öðrum fjölmiðlum en La-Rusl þá hafa menn bent á það að í landinu hafi verið hópur kommúnista sem þurft hafi að njósna um. Hvergi er minnst á það að peningum hafi verið skotið undan til þess að reka pólitískt apparat sem fylgdist með ákveðnum hópi Íslendinga.
-
Davíð og Halldór rufu 85 ára gamla yfirlýsingu Íslendinga um ævarandi hlutleysi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um ára bil njósnað um pólitíska andstæðinga sína. Er ekki tími til kominn að breyta um stjórnarhætti á Íslandi. Ég hef heyrt um mjög sniðuga hugmynd hérna á meginlandinu hún kallast lýðræði. Mikið ósköp væri það gott ef Ísland myndi hér eftir þróast eftir fyrirmynd þeirrar hugmyndar.

kveðja,
lalli

Engin ummæli: