þriðjudagur, október 17, 2006

þar er gleði birta ylur

Það er farið að kólna hérna í Vínarborg, kanski kominn tími til og það er reyndar ekkert algjörlega slæmt, þegar haustið kemur færist smá ró yfir alla, hún varir fram að jólun og tekur svo aftur við í febrúar. Í gær kom maður frá Vaillant að kíkja á gashitarann okkar, hitarinn í íbúðinni vinnur ekki stöðug heldur hefur átt það til að rjúka upp í þrýstingi þegar við þurfum að hita vel. En vonandi virkaði hreinsunin hjá honum. Svo kom pípari í morgun að kíkja ofnan, en þeir hitna ekki algjörlega, vegna þess að einhver sem bjó hér áður hefur brotið litla tappann á ofninum sem að notaður er hleypa lofti út. En þessi pípari ætlaði að skipta um þessa tappa, vonandi virkar þetta bara og íbúðin okkar nær að hitna almennilega. En ef þetta virkar ekki, verðum við annaðhvort að flytja inn gám af lopapeysum eða vinna í lottói og kaupa nýjann hitara.
-
Á morgun fáum við flygilinn okkar, við leituðum lengi uns fundum einn flygil. Það er varla hægt að bjóða Eyrúnu uppá það að vera í tónlistarnámi en hafa ekki hljóðfæri hérna heima og í Vínarborg eru flyglar til í nokkrum eintökum. Í næsta húsi við okkur fundum við píanósmið sem að seldi okkur flygil í toppstandi, stilltan og fluttan í íbúðina okkar fyrir sanngjarnt verð.
-
Stundum birtast greinar eftir mig á uja .is
-
En núna er kominn tími til að halda áfram að læra.

lalli kveður, á bleikum náttkjól!

Engin ummæli: