sunnudagur, nóvember 12, 2006

90.000€

Við Eyrún förum stundum í labbitúra, stundum í fallegum görðum, stundum í hverfinu okkar og stundum í miðbænum þar sem við skoðum í búðir og búðarglugga. Á Kohlmarkt eru fínustu búðirnar í Vínarborg s.s. Armani, Gucci, Chanel þar getur ríkt fólk keypt sér föt við hæfi. Í þessari götu eru líka fínar skartgripabúðir sem hæfa vel fína fólkinu eins og Tiffany's og Carter, þar eru verðmiðarnir sérstaklega stílaðir á mold-skíta-ríka. Þegar við löbbuðum í gegnum Kohlmarkt um daginn litum við í gluggann hjá Carter, verðmiðinn á einum eyrnalokkunum skar sig úr, litlar 90.000€, er ekki í lagi heima hjá fólki? Ætli sá eða öllu heldur sú, sem að gengur með gullglingur fyrir næstum 10 milljónir hangandi í eyrunum á sér hafi enga samvisku gagnvart umheiminum? Það væri hægt að finna fínt glansandi og glitrandi dót fyrir 25€ eða jafnvel 250€ eða hjá þeim eiga mikla peninga 2500€.
Ef ég myndi hitta svona manneskju myndi ég líklega segja við hana "stansaðu! Skammastu þín og snáfðu burt!" en það myndi líklegast ekki breyta neinu því sumu fólk er held ég ekki við bjargandi.

argandi gargandi,
lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, I needs my bling-bling man!;) Veistu, nú er mig bara farid ad langa til ad reka thér rembingskoss á kjaftinn!